3508B, 3512B, and 3516B High Displacement Generator Sets Caterpillar


Before Starting Engine

Usage:

3516B 1NW

------ VIÐVÖRUN! ------

Útblástur frá vélinni inniheldur brunalofttegundir sem geta verið hættulegar heilsu manna. Ræsið og notið vélina ávallt í vel loftræstu rými og, ef í lokuðu rými, leiðið útblásturinn út.


Framkvæmið nauðsynlegt daglegt viðhald og annað reglulegt viðhald áður en aflvélin er gangsett. Skoðið vélarrýmið. Slík skoðun getur komið í veg fyrir stórvægilegar viðgerðir síðar meir. Upplýsingar eru í notkunar- og viðhaldshandbók (viðhaldskafli), "Viðhaldsáætlun".

Skoðun


TILKYNNING

Hreinsið upp alla vökva sem hafa lekið (kælivökva, olíu eða eldsneyti). Ef leki sést kannið hvar hann er og gerið við. Ef grunur er um leka skal athuga vökvahæð oftar en gert er ráð fyrir þar til lekinn finnst eða gert er við hann, eða þar til grunurinn reynist byggður á röngum forsendum.


Til að tryggja hámarksendingu aflvélarinnar skal skoða hana vandlega áður en hún er gangsett. Gangið í kringum hana og skoðið. Leitið eftir atriðum á borð við olíu- eða kælivökvaleka, lausa bolta og óhreinindi. Fjarlægið hvers kyns óhreinindi. Látið framkvæma viðgerðir, eftir þörfum.

  • Hlífarnar verða að vera á réttum stað. Gerið við skemmdar hlífar eða setjið nýjar hlífar ef þær vantar.

  • Tryggið að öll svæði í kringum hluta sem snúast séu auð.

Loftinntakskerfi

  • Tryggið að loftinntaksleiðslur og loftsíur séu uppsettar.

  • Gangið úr skugga um að allar klemmur og tengingar séu tryggar.

  • Fylgist með loftsíumælinum. Framkvæmið viðhald á loftsíunni þegar guli vísirinn fer inn á rauða svæðið eða þegar rauða bullan læsist þar sem hún sést.

Kælikerfi

  • Leitið eftir leka og lausum tengingum í kælikerfinu.

  • Leitið eftir sprungum og lausum klemmum á slöngum kælikerfisins.

  • Leitið eftir leka á vatnsdælum.

  • Leitið eftir sprungum og sliti á viftudrifreimum.

  • Athugið hæð kælivökva. Bætið á kælivökva ef með þarf. Upplýsingar um hvaða kælivökva á að nota eru í þessari notkunar- og viðhaldshandbók, "Rúmtak áfyllingar og tilmæli".

Búnaður sem er keyrður

  • Sinnið nauðsynlegu viðhaldi á búnaðinum sem á að keyra. Upplýsingar um rafalinn er að finna í notkunar- og viðhaldshandbókinni.

  • Tryggið að aðalútsláttarrofinn sé opinn.

Rafkerfi

Leitið eftir eftirfarandi í rafleiðslunum:

  • Lausum tengingum

  • Slitnum eða trosnuðum leiðslum

Leitið eftir sprungum eða sliti í riðstraumsrafalnum.

Gangið úr skugga um að jarðtengingar séu öruggar.

Eldsneytiskerfi


TILKYNNING

Allir ventlar í bakrás eldsneytiskerfisins verða að vera opnir áður en vélin er gangsett og meðan hún er í gangi til að koma í veg fyrir háan eldsneytisþrýsting. Hár eldsneytisþrýstingur getur sprengt síuhús eða valdið öðrum skemmdum.


  • Leitið eftir lausum tengingum og leka í eldsneytisleiðslum. Tryggið að eldsneytisleiðslurnar séu tryggilega festar.

  • Tryggið að eldsneyti berist til aflvélarinnar.

Ef aflvélin hefur ekki verið gangsett í nokkrar vikur kann eldsneyti að hafa lekið af eldsneytiskerfinu. Loft kann að hafa komist í síuhúsið. Einnig kann loft að sitja eftir í húsinu þegar skipt er um eldsneytissíur. Við slíkar aðstæður skal forgefa í eldsneytiskerfið. Upplýsingar um forgjöf inn á eldsneytiskerfið eru í þessari notkunar- og viðhaldshandbók (viðhaldskafla), "Eldsneytiskerfi – forgjöf".

Smurkerfi



Skýringarmynd 1g00736087
Olíuhæðarmælir
(1) Kvarðinn "ADD" (bæta við)
(2) Kvarðinn "FULL" (fullt)

  • Athugið olíuhæð í sveifarhúsi aflvélarinnar. Haldið olíunni á milli kvarðanna "ADD" og "FULL" á þeirri hlið olíumælisins sem segir "ENGINE STOPPED" (aflvél stöðvaðist). Upplýsingar um hvaða olíu á að nota eru í þessari notkunar- og viðhaldshandbók, "Rúmtak áfyllingar og tilmæli".

  • Leitið eftir leka í eftirfarandi íhlutum: þéttum sveifaráss, sveifarhúsi, olíusíum, olíugangatöppum, skynjurum og ventlahlífum.

  • Skoðið slöngur, T-tengi og klemmur á öndun sveifarhússins.

  • Skoðið síuna fyrir lokað öndunarkerfi sveifarhúss, ef hún er til staðar. Ef gaumljósið sem sýnir að sían sé stífluð logar skal sinna viðhaldi á síunni.

Ræsikerfi

  • Aftengið þau hleðslutæki rafgeyma sem ekki eru varin gegn mikilli straumnotkun sem myndast þegar rafstartari er tengdur.

  • Athugið ástand rafgeymiskapla og leitið eftir tæringu.

  • Athugið ástand mæla og stjórnborðs.

  • Endurstillið stöðvunar- og viðvörunaríhluti.

Caterpillar Information System:

G3606 and G3608 Engines Air Inlet and Exhaust System
3508B, 3512B, and 3516B High Displacement Generator Sets Reference Information
PM3500 Power Modules Engine Oil and Filter - Change
3408B and 3412C Generator Set Engines Electrical System
3508, 3512, and 3516 Generator Sets Control Panel
3508B, 3512B, and 3516B High Displacement Generator Sets Alarms and Shutoffs
3408B and 3412C Generator Set Engines Air Inlet and Exhaust System
3306C Engines for Caterpillar Built Machines Valve Mechanism Cover
Electronic Modular Control Panel II (EMCP II) For MUI Engines Relay Driver Module
3508, 3512, and 3516 Generator Sets Cooling System Coolant (ELC) - Change
G3612 and G3616 Engines Status Control Module Service Procedure
3306B Industrial Engine Engine Oil Filter Base
3306C Truck Engine Compression Brake - Jake Brake
3408B and 3412C Generator Set Engines Air Starting System
3306C Engines for Caterpillar Built Machines Cylinder Head
3408B and 3412C Generator Set Engines Lubrication System
3508B, 3512B, and 3516B High Displacement Generator Sets Fuel System Primary Filter - Clean/Inspect/Replace
3508B, 3512B, and 3516B High Displacement Generator Sets Cold Weather Starting
3508B, 3512B, and 3516B High Displacement Generator Sets Fuel System Secondary Filter - Replace
3508, 3512, and 3516 Generator Sets Starting the Engine
3500 Generator Sets Fuel System - Prime
3408B and 3412C Generator Set Engines Electrical System
PM3516 Power Modules Starting with Jump Start Cables
3508B, 3512B, and 3516B High Displacement Generator Sets After Starting Engine
Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.