323F SA and 323F LN Excavator Caterpillar


Hydraulic System Oil Filter (Return) - Replace

Usage:

323F SA FA2

------ VIÐVÖRUN! ------

Heit olía og heitir vélarhlutar geta valdið meiðslum. Ekki láta heita olíu eða heita vélarhluta komast í snertingu við húð.


Bakrennslissían er hylkissía. Magn aðskotahluta sem komast í vökvakerfið minnkar þegar skipt er um síuna.

Tvær mismunandi síur eru til sem bakrennslissíur. Önnur sían er notuð við hefðbundna notkun, s.s. gröft og venjulega notkun fleygs. Hin sían er til dæmis notuð við niðurbrot á lofti í göngum með fleyg.

Athugið Ef skjárinn sýnir að bakrennslissía vökvakerfisins er stífluð skal drepa á vélinni. Þegar gengið hefur verið úr skugga um að viðvörunin sé horfin er vélin ræst og hún látin ganga á jafnsléttu í um það bil tíu mínútur. Ef viðvörunin er enn á skjánum skal athuga síuna og skipta um hana, gerist þess þörf.



    Skýringarmynd 1g03886708

  1. Fjarlægið boltana, skinnurnar og lokið af glussageyminum.

  2. Hreinsið svæðið vandlega til að halda óhreinindum frá bakrennslissíunni. Hreinsið svæðið vandlega til að halda óhreinindum frá áfyllingarlokinu.

    ------ VIÐVÖRUN! ------

    Kerfi undir þrýstingi!

    Glussatankurinn inniheldur heita olíu undir þrýstingi. Til að komast hjá brunameiðslum vegna óvæntrar losunar heitrar olíu losið um tankþrýstinginn þegar slökkt er á vélinni með því að snúa lokinu varlega u.þ.b. 1/8 úr hring þar til lokið nær varastoppara.




    Skýringarmynd 2g02275615
    Áfyllingarlok
    (A) LOCK (læsa)
    (B) PRESSURE RELEASE - START (þrýstingslosun – upphaf)
    (C) PRESSURE RELEASE - END (þrýstingslosun – lok)
    (D) OPEN (opna)

  3. Losið þrýstinginn sem gæti verið til staðar í glussarásinni með eftirfarandi hætti. Sjá Skýringarmynd 2 varðandi stillingar áfyllingarloks.

    1. Snúið áfyllingarlokinu rangsælis og færið örina úr stöðu (A) yfir í stöðu (B).

    2. Losið þrýstinginn í það minnsta í 45 sekúndur með því að færa örina úr stöðu (B) yfir í stöðu (C).

    3. Þrýstið áfyllingarlokinu niður og færið örina úr stöðu (C) yfir í stöðu (D).

    4. Þegar losað hefur verið um þrýsting á tanknum er áfyllingarlokið hert í stöðu (A).

  4. Athugið glussahæð.

    Tilvísun: Sjá notkunar- og viðhaldshandbókina, "Hæð glussa - Athuga" varðandi leiðbeiningar.

  5. Fjarlægið síuhylkið. Gerið eftirfarandi til að fjarlægja síuhylkið.


      Skýringarmynd 3g00102211
      (1) Boltar
      (2) Skinnur
      (3) Hlíf
      (4) Tappi
      (5) Síuhylki

    1. Fjarlægið bolta (1), skinnur (2) og hlíf (3).

      Athugið Sjá Notkunar- og viðhaldshandbók, "Almennar upplýsingar um áhættur" varðandi upplýsingar um vökvaleka.

    2. Fjarlægið tappa (4) til að losa um þrýsting í síuhylki (5).

      Athugið Þegar tappi (4) hefur verið fjarlægður fellur glussahæð í sömu hæð og er í glussatanknum.



      Skýringarmynd 4g02515262
      (5) Síuhylki
      (6) Síuhús
      (E) Stýring

    3. Togið í handfangið ofan á síuhylki (5) uns síuhylkið snertir festingu (E) á síuhúsi (6).


      Skýringarmynd 5g00102214

    4. Snúið síuhylkinu 180 gráður andsælis svo nibban á síuhylkinu standist á við hakið á síuhúsinu. Togið síuhylkið úr.


      Skýringarmynd 6g00102219
      (7) O-hringur

    5. Skoðið hlífina og O-hringinn (7). Ef annaðhvort er skemmt skal skipta um það.

    6. Skoðið síuhylkið með tilliti til aðskotahluta og skemmda. Skiptið um síuhylkið sé þess þörf.

  6. Takið síuna úr. Fylgið Skrefi 6.a til og með Skrefi 6.f til að fjarlægja síuna.


      Skýringarmynd 7g00104507
      (4) Tappi
      (8) Plata
      (18) O-hringur

    1. Gætið þess að tappi (4) hafi verið fjarlægður. Gætið þess að allur O-hringurinn (18) hafi verið fjarlægður af plötunni (8).


      Skýringarmynd 8g00918893
      (8) Plata
      (9) Gormlaga splitthringur

    2. Fjarlægið láshring (9).


      Skýringarmynd 9g00104510
      (8) Plata
      (10) Hús
      (11) O-hringur
      (12) Sía

    3. Haldið síuhylkinu með annarri hendi. Takið í handfangið á plötu (8) með hinni hendinni. Lyftið plötu (8) til að skilja plötu (8) frá síuhylkinu.

    4. Fjarlægið O-hring (11) frá plötu (8).

    5. Lyftið síunni (12) úr skelinni (10).

    6. Hellið olíunni í hentugt ílát.

      Athugið Fargið úrgangsolíu í samræmi við reglugerðir á hverjum stað.

    7. Endurtakið Skref 6.a til og með Skrefi 6.f vegna hinna síuhópanna.

  7. Hreinsið skel síuhylkisins. Fylgið Skrefi 7.a til og með Skrefi 7.d til að hreinsa skel síuhylkisins.


      Skýringarmynd 10g00104511
      (13) Renniplata
      (14) Púðar
      (15) Skrúfur
      (19) Tengi

    1. Snúið skel (10) á hvolf.

    2. Fjarlægið skrúfur (15).

    3. Fjarlægið púða (14) af renniplötu (13).

    4. Hreinsið eftirfarandi hluta með ómenguðum og óeldfimum leysi: tappi (4), plata (8), splitthringur (9), ytra byrði (10) og púði (14). Þurrkið hlutana.

  8. Komið síunum fyrir. Fylgið Skrefi 8.a til og með Skrefi 8.k til að koma síunum fyrir.

    Athugið Ráðfærið ykkur við söluaðila Caterpillar vegna viðhaldssettsins sem þarf til að koma síunni og síuhylkinu fyrir.

    1. Úðið olíu á innanvert ytra byrðið (10) til að fyrirbyggja ryð.

    2. Berið feiti á nýjan O-hring (11).

    3. Plata (8) snertir innri hluta skeljar (10). Berið feiti á þennan punkt.

    4. Berið feiti á innri tengi O-hrings (19) neðst í skel (10).

    5. Komið fyrir nýjum púðum (14). Herðið skrúfurnar með 0.4 N·m (3.5 lb in) átaki.

    6. Úðið olíu í bilið á milli skeljar (10) og renniplötu (13).


      Skýringarmynd 11g00104512
      (8) Plata
      (10) Hús
      (16) Kragi
      (17) Hak

    7. Snúið skel (10) við. Berið feiti á O-hringina tvo á nýju síunni (12). Setjið síu (12) í skel (10).

    8. Færið naf (16) svo það standist á við hak (17). Setjið plötu (8) í skel (10).

    9. Setjið láshring (9) í grófina í skel (10).

    10. Berið feiti á nýjan O-hring (18). Setjið O-hring (18) á tappa (4).

    11. Setjið tappa (4) í plötu (8).

  9. Setjið síuhylkið í. Fylgið Skrefi 9.a til og með Skrefi 9.e til að koma síuhylkinu fyrir.


      Skýringarmynd 12g02515259
      (F) Tengi
      (G) Renniplata

    1. Athugið hvort tengi (F) neðst í síuhúsi séu lokuð.

      Athugið Ef tengin eru opin er plötunni (G) snúið rangsælis að stopparanum til að loka tengjunum alveg. Þegar tengin eru alveg lokuð ætti að fjarlægja alla olíu sem eftir er í síuhúsinu.



      Skýringarmynd 13g02515258
      (I) Renniplata
      (H) Tengi

    2. Athugið hvort tengi (H) í síuhylki séu alveg lokuð.

      Athugið Ekki er hægt að koma síuhylkinu fyrir nema tengin séu alveg lokuð. Ef tengin eru opin er plötunni (I) snúið rangsælis að stopparanum til að loka tengjunum alveg.



      Skýringarmynd 14g02515257
      (J) O-hringir

    3. Athugið hvort O-hringjum (J) hefur verið komið fyrir og hvort olía hefur verið borin á O-hringi (J).


      Skýringarmynd 15g00102225
      (1) Boltar

    4. Setjið síuhylkið í síuhúsið. Snúið síuhylkinu réttsælis um 180 gráður og ýtið síuhylkinu niður þegar það snertir festingu (E).

    5. Komið tappa (4), hlíf (3), skinnum (2) og boltum (1) fyrir. Herðið bolta (1) með 29 ± 5 N·m (22 ± 4 lb ft) átaki.

  10. Athugið glussahæð.

    Tilvísun: Sjá notkunar- og viðhaldshandbókina, "Hæð glussa - Athuga" varðandi leiðbeiningar.

Caterpillar Information System:

323F SA and 323F LN Excavator Hydraulic System Oil Level - Check
C1.7 and C2.2 Industrial Engines High Pressure Fuel Lines
C280-12 Marine Engine Engine Oil - Change
323F SA and 323F LN Excavator Hydraulic System Oil Filter (Pilot) - Replace
323F SA and 323F LN Excavator Hydraulic System Oil Filter (Case Drain) - Replace
C1.7 and C2.2 Industrial Engines Belts - Inspect/Adjust
323F SA and 323F LN Excavator Engine Oil and Filter - Change
2015/09/11 Cat® Reman Announces Engine, Short Block, and Long Block Options for Cat Electric Power Applications {1000}
Some Reman Water Pumps for Some 3606 Engines May Leak Oil{1361} Some Reman Water Pumps for Some 3606 Engines May Leak Oil{1361}
New Software Is Used on Certain C18 Marine Engines {1920} New Software Is Used on Certain C18 Marine Engines {1920}
Installation Of Operator ID System on Cat® and Non-Cat Products {7600, 7610, 7620} Installation Of Operator ID System on Cat® and Non-Cat Products {7600, 7610, 7620}
EMCP 4.4 Supervisory Control Panel Generator Loading
C1.7 and C2.2 Industrial Engines After Starting Engine
EMCP4.2B Utility Circuit Breaker Status Warning
C1.7 and C2.2 Industrial Engines Engine Operation
3516B Generator Set Engines with Dynamic Gas Blending Turbocharger Turbine Temperature Is High
2015/09/23 A New Head Gasket Is Used On Certain Truck Engines {1100}
3500 Industrial and Generator Set Engines Fluid Recommendations
A New Wiring Harness Is Used on Certain G3500 Engines {1403} A New Wiring Harness Is Used on Certain G3500 Engines {1403}
G3606 and G3608 Engines Engine Lifting Bracket - Remove and Install
A New Fuel Cap With Relief Vent Is Now Used on Certain XQ800 Power Modules {1273} A New Fuel Cap With Relief Vent Is Now Used on Certain XQ800 Power Modules {1273}
2015/09/11 New Software Is Used on Certain G3300 Petroleum Engines {1920}
An Improved Halogen Lamp is Now Available for Certain Excavators {1434} An Improved Halogen Lamp is Now Available for Certain Excavators {1434}
New Machining and Assembly Procedures Are Used on Certain C18 Marine Engines Equipped with Engine Mounted Heat Exchanger {1379} New Machining and Assembly Procedures Are Used on Certain C18 Marine Engines Equipped with Engine Mounted Heat Exchanger {1379}
Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.