3508B, 3508C, 3512B, 3512C, 3516B and and 3516C Marine Engines Caterpillar


Fluid Recommendations

Usage:

3516B B5G
Athugið Tímabilið milli þess sem skipta skal um kælivökva er mismunandi eftir því hvers konar kælivökva er verið að skipta um. Upplýsingar um tíma á milli kælivökvaskipta eru í þessari grein, "Tilmæli varðandi kælivökva".

Ítarlegri leiðbeiningar um alla vökva er að finna í Special Publication, SEBU6251, "Cat Commercial Diesel Engine Fluids Recommendations" (sérrit með ráðleggingum um almennar dísilolíur).

Smurolía dísilvéla

Cat-olía fyrir dísilvélar (Cat DEO)

Cat olíur hafa verið þróaðar og prófaðar til að veita þá fullu nýtingu og endingu sem er innbyggð í Cat vélar. Cat-olíur eru núna settar á Cat-dísilvélar í verksmiðju. Þessar olíur eru í boði hjá söluaðilum Cat fyrir áframhaldandi notkun þegar skipt er um vélarolíu. Fáið nánari upplýsingar um þessar olíur hjá söluaðila Cat.

Vegna verulegs munar á gæðum og eiginleikum mismunandi olíutegunda á almennum markaði mælir Caterpillar með eftirfarandi:

Tafla 1
Cat-smurefni  Seigjustig 
Smurolía fyrir dísilvélar - með sérlega lágu brennisteinsinnihaldi  Cat DEO-ULS  SAE 15W-40 
SAE 10W-30
Cat Cold Weather DEO-ULS (olía fyrir dísilvélar í köldu veðri - sérlega lágt brennisteinsinnihald) SAE 0W-40 
Smurolía dísilvéla  Cat DEO  SAE 15W-40 
SAE 10W-30

Athugið Cat DEO-ULS OG Cat DEO fjölþykktarolíur eru olíurnar sem mælt er með til notkunar í þessari Cat dísilaflvél.

Almenn olía

Athugið Almennar olíur frá öðrum en Cat eru annað val á olíu fyrir aflvélina.


TILKYNNING

Caterpillar ábyrgist ekki gæði eða virkni vökva sem eru ekki frá Cat.


Sem stendur er um eftirfarandi þrjár Caterpillar ECF-forskriftir að ræða: Cat ECF-1-a, Cat ECF-2 og Cat ECF-3. Hver hærri Cat ECF-forskrift gefur aukna virkni miðað við lægri Cat ECF-forskriftir.

Almenn olía verður að samræmast eftirfarandi stöðlum til að teljast jafngild Cat olíu fyrir dísilvélar:

Tafla 2
Cat-skilgreiningar á vökva fyrir sveifarás aflvélar (ECF) 
Cat kröfur um afköst  Cat kröfur fyrir ECF-lýsingar 
Cat ECF-3  Kröfur um virkni fyrir API CJ-4 olíuflokk  
Cat ECF-2  Kröfur um virkni fyrir API CI-4 / CI-4 PLUS olíuflokk 
Að ná stöðluðu Cat C13 vélarprófi samkvæmt API-kröfum.
Olíur frá súlfat ösku > 1,50 prósent ekki leyfilegar
Cat ECF-1-a  Kröfur um virkni fyrir API CH-4 olíuflokk 
Fyrir olíur sem hafa á milli 1,30 prósent og 1,50 prósent súlfatösku er áskilið að ná einu öðru Cat 1P SCOTE-prófi ("ASTM D6681")
Olíur frá súlfat ösku > 1,50 prósent ekki leyfilegar

Þegar velja á olíu fyrir hvaða vél sem er verður að uppfylla skilyrði varðandi báða eftirfarandi þætti: seigju olíunnar og gæðaflokk olíunnar eða forskrift varðandi frammistöðu olíunnar. Með því að nota aðeins einn af þessum þáttum er ekki hægt að velja olíu fyrir notkun vélarinnar.

Rétt SAE-seigjustig olíunnar ákvarðast af eftirfarandi hitastigi: lágmarksumhverfishita við kaldræsingu aflvélarinnar og af hámarksumhverfishita við notkun aflvélarinnar.

Sjá töflu 3 (lágmarkshiti) til að ákvarða nauðsynlega seigju fyrir kaldræsingu aflvélar.

Sjá töflu 3 (hámarkshiti) til að velja seigju olíu fyrir notkun aflvélar við hæsta umhverfishita sem búast má við.

Athugið Almennt skal nota olíu með mestri mögulegri seigju fyrir hitastig við ræsingu.

Tafla 3
Smurseigja fyrir mismunandi umhverfishita 
Kröfur um tegund og afköst olíu  Seigja  °C  °F 
Minnst Mest Minnst  Mest 
Cat DEO-ULS Cold Weather  SAE 0W-40  −40  40  −40  104 
Cat DEO-ULS
Cat DEO 
SAE 10W-30  −18  40  104 
SAE 15W-40 −10  50  14  122 
Olíur frá öðrum framleiðendum - ECF-1a, ECF-2, ECF-3  SAE 0W-40  −40  40  −40  104 
SAE 5W-30 −30  30  −22  86 
SAE 0W-30 −40  30  −40  86 
SAE 5W-40 −30  50  −22  122 
SAE 10W-30 −18  40  104 
SAE 10W-40 −18  50  122 
SAE 15W-40 −9,5  50  15  122 

Athugið Kaldræsing á sér stað þegar aflvélin hefur ekki verið notuð í nokkurn tíma, en það gerir olíuna seigari vegna lægri umhverfishita. Viðbótarhitun er ráðlögð við kaldstart undir lágmarksumhverfishita. Þörf getur verið á viðbótarhitun við kaldræsingu yfir lágmarkshita, en það fer eftir þáttum eins og álagi í biðstöðu.

Basatala (TBN-gildi) og brennisteinsinnihald eldsneytis

Eindregið er mælt með því að Cat S·O·S olíugreining sé notuð til að ákvarða endingartíma olíu.

Lágmarks TBN-gildi (heildarbasatala) olíu fer eftir brennisteinsinnihaldi eldsneytis. TBN-gildi nýrrar olíu er almennt ákvörðuð með "ASTM D2896" ferlinu. Eftirfarandi leiðbeiningar gilda fyrir vélar með beinni innspýtingu og sem nota eimað eldsneyti:

Tafla 4
Ráðlögð basatala fyrir Caterpillar-aflvélar 
Prósenta brennisteinsinnihalds (ppm)   Cat smurolíur véla (1)  TBN fyrir almennar vélarolíur  
0,05 prósent (500 ppm)   Cat DEO-ULS
Cat DEO 
Lágmark 7  
>0,05–0,2 prósent (500–2000 ppm) (2)  Cat DEO-ULS
Cat DEO 
Lágmark 10  
Yfir 0,2 prósent (yfir 2000 ppm) (3)(4)  Cat DEO (5)  Lágmark 10  
(1) Cat DEO-ULS nær til Cat DEO-ULS SAE 15W-40, SAE10W-30 og Cat DEO Cold Weather SAE 0W-40. Cat DEO nær til Cat DEO SAE 15W-40 og SAE 10W-30.
(2) Sérstaklega er mælt með notkun olíugreiningarkerfis til að áætla tíma á milli olíuskipta þegar styrkur brennisteins í eldsneyti er á milli 0,05% (500 ppm) og 0,5% (5000 ppm).
(3) Notkun olíugreiningarkerfis til að áætla tíma á milli olíuskipta er áskilin þegar styrkur brennisteins í eldsneyti er yfir 0,5% (500 ppm).
(4) Fari styrkur brennisteins í eldsneyti yfir 1,0 prósent (10.000 ppm) skal skoða basatölu og leiðbeiningar um smurolíu í Special Publication, SEBU6251, "Cat Commercial Diesel Engine Fluids Recommendations", "Engine Oil" (sérrit með ráðleggingum um almennar dísilolíur frá Cat - smurolía).
(5) Hægt er að nota Cat DEO-ULS ef olíugreining er framkvæmd. Mikill styrkur brennisteins í eldsneyti kann að stytta tímann á milli olíuskipta.

Olíugreining S·O·S þjónustu

Caterpillar hefur þróað viðhaldsbúnað sem metur hrörnun olíunnar. Viðhaldskerfið finnur einnig fyrstu merki um slit á innri íhlutum. Olíugreiningarverkfæri Caterpillar kallast S·O·S olíugreining og er hluti af kerfinu S·O·S þjónusta. S·O·S olíugreining skiptir olíugreiningu í fjóra flokka:

  • Slitstigi vélarhluta

  • Ástandi olíunnar

  • Mengun olíunnar

  • Greiningu olíu

Þessar fjórar tegundir greiningar eru notaðar til að fylgjast með ástandi búnaðar. Þessar fjórar tegundir greiningar hjálpa einnig við að greina möguleg vandamál. S·O·S olíugreining sem er framkvæmd rétt dregur úr viðgerðarkostnaði og styttir þann tíma sem vinnuvélin er ekki í notkun.

S·O·S olíugreiningarkerfið notar fjölda prófa til að fylgjast með ástandi olíunnar og sveifarhússins. Leiðbeiningar byggja á reynslu og lagfæringum sem hafa átt sér stað á grunni þessara prófa. Ef farið er fram úr einu eða fleiri þessara viðmiða getur það bent til alvarlegs niðurbrots í eldsneyti eða yfirvofandi bilunar vélarhluta. Þjálfaður starfsmaður hjá söluaðila Cat ætti að framkvæma lokagreiningu.


TILKYNNING

Notið ávalt sér dælu fyrir olíu og aðra dælu fyrir kælivökva. Með því að nota sömu dælu fyrir báðar gerðir sýna getur það mengað sýnin sem eru tekin. Þetta getur orsakað ranga greiningu og rangan skilning sem gæti valdið umboði og viðskiptavini áhyggjum.


Í Special Publication, SEBU6251, "Cat Commercial Engine Fluids Recommendations" (sérrit með ráðleggingum um almenna vökva á dísilvélar) er að finna frekari upplýsingar um olíugreiningu S·O·S þjónustu. Einnig má hafa samband við næsta söluaðila Cat.

Eldsneyti

Athugið Caterpillar mælir eindregið með því að eldsneyti sé síað með eldsneytissíu sem er 4 míkrómetrar (c) í raun eða minna. Sían á að vera staðsett á búnaði sem dælir eldsneyti í eldsneytisgeymi aflvélarinnar. Þessi sía á einnig að vera staðsett á búnaði sem dælir eldsneyti af geymslutanki. Mælt er með raðsíun.


TILKYNNING

Til að tryggja tilsettan líftíma íhluta í eldsneytiskerfi þarf að nota 4 míkróna (c) eða minni síur í baksíu fyrir allar Cat -dísilvélar sem búnar eru sambyggðum eldsneytisloka. Allar núverandi Cat -dísilvélar eru búnar Cat Advanced Efficiency 4 míkróna (c) eldsneytissíum frá verksmiðju.

Caterpillar ábyrgist ekki gæði eða afköst vökva og sía sem eru ekki frá Cat.


Nánari upplýsingar er að finna í Special Publication, SEBU6251, "Cat Commercial Diesel Engine Fluids Recommendations - Sérriti með ráðleggingum um almenna vökva á dísilvélar" og hjá söluaðilum Cat.

Forskriftir fyrir eimað dísileldsneyti

Athugið Dísileldsneyti sem notað er til að knýja Cat-dísilvél í skip sem er US EPA Tier 3-vottun þarf einnig að uppfylla “Cat-forskrift fyrir eimað dísileldsneyti sem notað er dísilaflvélar til nota utan vega”. Ásættanleiki slíkra eldsneytisgerða er ákvarðaður í hverju tilviki fyrir sig. Síðan verður heildstæð eldsneytisgreining að fara fram. Fáið nánari upplýsingar hjá söluaðila Cat.


TILKYNNING

Neðanmálsgreinarnar eru lykilatriði í töflunni “Caterpillar-forskrift fyrir eimað dísileldsneyti á dísilvélar” sem notaðar eru utan vega. Lesið ALLAR neðanmálsgreinarnar.


Tafla 5
Caterpillar Specification for Distillate Fuel for Nonroad Diesel Engines - forskrift fyrir eimað dísileldsneyti á dísilvélar sem notaðar eru utan vega 
Tæknilýsing  Kröfur  ASTM próf  ISO próf 
arómatík  35% mest  "D1319"  "ISO 3837" 
Aska  0,01% mest (þyngd)  "D482"  "ISO 6245" 
Kolefnaúrfall á 10% botns  0,35% mest (þyngd)  "D524"  "ISO 4262" 
Setangildi (1)  40 minnst (DI-vélar)  "D613"
eða
"D6890" 
"ISO 5165" 
35 minnst (PC-vélar)
Flekkmörk  Flekkmörk mega ekki vera hærri en lægsti hugsanlegi umhverfishiti.  "D2500"  "ISO 3015" 
Tæring á koparstrimli  Nr. 3 hámark  "D130"  "ISO 2160" 
Eiming  10% við 282 °C (540 °F)
mest 
"D86"  "ISO 3405" 
90% við 360 °C (680 °F)
mest
Kveikjumark  lögleg mörk  "D93"  "ISO 2719" 
Hitastöðugleiki  Lágmark 80% endurvarps eftir öldrun í 180 mínútur við 150 °C (302 °F)  "D6468"  Ekkert sambærilegt próf 
API efnisþyngd (2)  30 minnst  "D287"  Ekkert sambærilegt próf 
45 mest
Rennslismörk  6 °C (10 °F)lágmark fyrir neðan umhverfishitastig  "D97"  "ISO 3016" 
Brennisteinn   (3)(4)  "D5453"
eða
"D2622" 
ISO 20846
eða
ISO 20884 
Hreyfifræðileg seigja  Lágmark 1,4 cSt og hámark 20,0 cSt er flutt að innspýtingardælum. 
Lágmark 1,4 cSt og hámark 4,5 cSt er flutt að snúningsinnspýtingardælum.
Vatn og botnfall  0,05% hámark  "D1796" eða "D2709"  "ISO 3734" 
Vatn  0,05% hámark  "D6304"  Ekkert sambærilegt próf 
Botnfall   0,05% mest (þyngd)  "D473"  "ISO 3735" 
Gúmmí og kvoða (5)  10 mg per 100 mL mest  "D381"  "ISO 6246" 
(1) Einnig, til að tryggja lægsta setangildi sem nemur 35 (PC-vélar) og 40 (DI-vélar), ætti eimað eldsneyti að vera með lægsta setangildi sem nemur 37.5 (PC-vélar) og 44.2 (DI-vélar) þegar notuð er prófunaraðferð "ASTM D4737-96a". Þörf gæti verið fyrir eldsneyti með hærra setangildi við vinnu í meiri hæð eða í köldu veðri.
(2) Samkvæmt staðaltöflum er samsvarandi kg/m3 (kíló á rúmmetra) með því að nota "ASTM D287" prófunarhitastig sem nemur 15.56° C (60° F) fyrir lágmarks API-efnisþyngd 30 er 875,7 kg/m3, fyrir hámarks API-efnisþyngd 45 er 801,3 kg/m3.
(3) Eldsneytiskerfi og aflvélaríhlutir Cat geta notað eldsneyti með brennisteinsinnihaldi sem nemur 3% að hámarki. Söluaðili Cat getur leiðbeint þér um viðeigandi viðhaldstímabil og vökva fyrir aflvélar sem ganga fyrir eldsneyti með brennisteinsinnihaldi milli 0,1% og 3%.
(4) Um álagsnotkun er að ræða þegar aflvél gengur fyrir eldsneyti sem inniheldur 0,1% (1.000 ppm) af brennisteini eða meira.
(5) Fylgið prófunarferli og aðferðum fyrir bensín (mótor).

Náttúrudísilolía

Hægt er að blanda allt að 20 prósentum af lífdísil á aflvélina ef eldsneytisblandan samræmist tilmælunum í töflu 6 og tilmælunum í Special Publication, SEBU6251, "Biodiesel - sérriti um lífdísil". Í einhverjum tilvikum kann að vera hægt að blanda meira en 20 prósentum af lífdísil saman við. Frekari upplýsingar fást hjá söluaðila Cat.

Athugið Eindregið er mælt með olíugreiningarkerfi S·O·S þjónustu Cat þegar notaðar eru lífdísilblöndur yfir 5 prósentum.

Tafla 6
Lífdísilblöndur fyrir dísilvélar frá Cat 
Birgðir fyrir lífdísilsblöndun  Lokablanda  Eimað dísileldsneyti notað í blöndun 
Forskrift Caterpillar fyrir lífdísil, "ASTM D6751" eða "EN14214"  B20: "ASTM D7467" og "API" eðlisþyngd 30-45  Caterpillar lýsing fyrir eimað dísileldsneyti, "ASTM D975" eða "EN590" 

Eldsneytisbætir

Cat bætiefni fyrir dísileldsneyti

Cat bætiefni fyrir dísileldsneyti er einkaleyfisvernduð efnablanda sem hefur verið vandlega prófuð fyrir notkun með eimuðu dísileldsneyti á dísilvélum frá Cat. Cat bætiefni fyrir dísileldsneyti er hágæðabætiefni fyrir dísileldsneyti til notkunar með lélegra eldsneyti sem samræmist ekki lágmarkskröfum í eftirfarandi:

  • “Forskrift Caterpillar fyrir eimað dísileldsneyti”

  • NCWM-skilgreining (National Conference on Weights and Measures) á gæðadísileldsneyti (sjá 2004eða nýrri NIST-handbók (National Institute of Standards & Technology).

  • EN590 (ekki fyrir heimskautaaðstæður)

  • ASTM D975

Cat bætiefni fyrir dísileldsneyti er eina bætiefnið/íblöndunarefnið fyrir eldsneyti fyrir almenna notendur sem hefur verið prófað og samþykkt af hálfu Caterpillar til nota í dísilvélum frá Cat.

Í Special Publication, SEBU6251, "Cat Commercial Diesel Engine Fluids Recommendations - Sérriti með ráðleggingum um almenna vökva á dísilvélar" er að finna nánari upplýsingar um notkun Cat bætiefnis fyrir dísileldsneyti.

Cat hreinsiefni fyrir dísileldsneytiskerfi

Athugið Cat-hreinsiefni fyrir dísileldsneytiskerfi er eina hreinsiefnið fyrir eldsneytiskerfi fyrir almenna notendur sem hefur verið prófað og samþykkt af hálfu Caterpillar fyrir notkun í dísilvélum frá Cat.

Cat hreinsiefni fyrir dísileldsneytiskerfi er öflugt hreinsiefni sem er sérhannað til að hreinsa útfellingar sem myndast í eldsneytiskerfum. Útfellingar í eldsneytiskerfum draga úr afköstum kerfa og geta aukið eldsneytisnotkun. Cat kerfishreinsir dísileldsneyta leysir upp útfellingar sem myndast vegna notkunar á niðurbrotnu dísileldsneyti, lággæða dísileldsneyti og dísileldsneyti sem inniheldur mikið magn af efnum með mikinn mólekúlþunga. Cat kerfishreinsir dísileldsneyta leysir upp útfellingar sem myndast vegna notkunar á lífdísil, lífdísilblöndum og lífdísil sem uppfyllir ekki viðeigandi gæðakröfur. Áframhaldandi notkun á Cat kerfishreinsi dísileldsneytis kemur í veg fyrir áframhaldandi myndun útfellinga.

Caterpillar mælir sterklega með notkun Cat kerfishreinsi dísileldsneytis fyrir lífdísil og lífdísilblöndur. Cat kerfishreinsir dísileldsneyta hentar til notkunar með lífdísil/lífdísilblöndum sem mæta tilmælum og kröfum Caterpillar. Ekki allar gerðir hreinsiefnis fyrir eldsneytiskerfi henta fyrir notkun með lífdísil/lífdísilblöndum. Lesið og fylgið öllum leiðbeiningum sem fram koma á miða varðandi notkun. Sjá einnig Special Publication, SEBU6251, "Cat Commercial Diesel Engine Fluids Recommendations", "Distillate Diesel Fuel" (sérrit með ráðleggingum um almenna vökva á dísilvélar – eimað dísileldsneyti) sem og “Biodiesel” (lífdísill) sem inniheldur ráðleggingar og kröfur Caterpillar tengdar lífdísil.

Íblendiefni fyrir eldsneyti á neytendamarkaði

Á markaðnum eru margs konar íblendiefni í eldsneyti. Almennt mælir Caterpillar ekki með því að nota íblendiefni í eldsneyti.

Í sérstökum tilvikum samþykkir Caterpillar þörfina fyrir notkun íblendiefna. Sýna skal aðgát þegar notuð eru íblöndunarefni fyrir eldsneyti. Verið getur að íblendiefnið hæfi ekki eldsneytinu. Sum íblendiefni geta fallið út. Slíkt veldur útfellingum í eldsneytiskerfinu. Útfellingar geta orsakað úrbræðslu. Sum íblendiefni geta stíflað síur. Sum íblendiefni geta verið ætandi og sum íblendiefni geta verið skaðlegt gangvart teygjuefnum í eldsneytiskerfinu. Sum íblendiefni geta skemmt búnað útblásturskerfa. Sum íblöndunarefni geta aukið brennisteinsinnihald eldsneytis upp fyrir hámarkið sem leyft er af Umhverfisstofnunog öðrum eftirlitsstofnunum. Hafið samand við dreifiaðila eldsneytis þegar þörf er á notkun íblendiefna. Dreifiaðili eldsneytis getur ráðlagt um notkun íblendiefna og viðeigandi stig notkunar.

Athugið Það gefur bestan árangur að eldsneytissalinn þinn blandi sjálfur eldsneyti með íblendiefnum.

Kælikerfi

Athugið Í Special Publication , SEBU6251, "Cat Commercial Diesel Engine Fluids Recommendations - Sérriti með ráðleggingum um almenna vökva á dísilvélar" er að finna nánari upplýsingar um viðeigandi vökva til notkunar í kælikerfinu.

------ VIÐVÖRUN! ------

Kælikerfið vinnur við þrýsting sem stýrt er með vatnskassalokinu. Þegar lokið er fjarlægt þegar kerfið er heitt getur heitur kælivökvi og gufa lekið út og valdið alvarlegum brunasárum.

Áður en vatnskassalokið er fjarlægt skal leyfa kerfinu að kólna. Notið þykkan klút og snúið vatnskassalokinu gætilega að fyrsta stoppinu til að lækka þrýsting áður en lokið er fjarlægt.

Forðist snertingu við kælivökvann.



TILKYNNING

Aldrei má bæta kælivökva á yfirheita vél. Skemmdir á vél geta hlotist af. Leyfið vélinni að kólna áður en kælivökva er bætt á.



TILKYNNING

Ef geyma á vélina eða flytja hana á svæði þar sem hætta er á frosti þarf að verja kælikerfið gagnvart lægsta hugsanlega umhverfishita eða tæma kælikerfið til að verja það fyrir skemmdum vegna frosins kælivökva.


Aldrei má nota vélina þegar vatnslásinn er ekki til staðar í kælikerfinu. Vatnslásinn hjálpar til við að halda réttum vinnsluhita á kælivatninu. Hætt er við bilunum í kælikerfinu ef ekki er notaður vatnslás . Ef stillar eru fjarlægðir streymir hluti af kælivökvanum framhjá vatnskassanum, en það getur valdið ofhitnun.

Tilmæli varðandi kælivökva

Athugið Cat -dísilvél með loftmillikæli (ATAAC) þarf að lágmarki 30 prósent glýkól til að koma í veg fyrir holumyndun í vatnsdælunni.

Tafla 7
Tilmæli um kælivökva til notkunar í Cat -dísilvélum 
Tilmæli  Vara  Vinnustundir(1)(2)(3)  Þörf á viðhaldi 
Ákjósanlegt  Cat ELC (Cat-kælivökvi með lengri líftíma)  12.000 klukkustundir eða 6 ár  Bætið við Cat ELC Extender eftir 6.000 vinnustundir eða þegar endingartíminn er hálfnaður 
Cat ELI (Cat-efnahemill sem eykur endingu) 12.000 klukkustundir eða 6 ár  Bætið við Cat ELC Extender eftir 6.000 vinnustundir eða þegar endingartíminn er hálfnaður 
Lágmarkskröfur  Cat EC-1 forskrift og "ASTM D6210" og
OAT-tækni (Organic Additive Technology) byggir á blöndu af mónókarboxýl- og díkarboxýlsýru
Fosfat, bórat og silikatfrítt
Tolytriazole: lágmarksstyrkur sem nemur 900 ppm
Nítrít: lágmarksstyrkur sem nemur 500 ppm í nýjum kælivökvum 
6.000 klukkustundir eða 6 ár  Bætið við íblöndunarefni eftir 3.000 vinnustundir eða þegar endingartíminn er hálfnaður 
Í lagi  Cat DEAC (Cat-frostlögur/kælivökvi fyrir dísilvélar)  3.000 klukkustundir eða 3 ár  Íblöndunarefni fyrir kælivökva á viðhaldstíma 
Lágmarkskröfur um tilbúna almenna þolmikla kælivökva  "ASTM D6210" og
Nítrítstyrkur (sem NO2): að lágmarki 1.200 ppm (70 korn/bandarísk gallon) og að hámarki 2.400 ppm (140 korn/bandarísk gallon)
Silíkonstyrkur: að lágmarki 100 ppm og að hámarki 275 ppm 
3.000 klukkustundir eða 2 ár  Íblöndunarefni fyrir kælivökva á viðhaldstíma 
Lágmarkskröfur um almenna kælivökva sem þurfa íblöndunarefni fyrir kælivökva  "ASTM D4985" og(1)
Nítrítstyrkur (sem NO2): að lágmarki 1.200 ppm (70 korn/bandarísk gallon) og að hámarki 2.400 ppm (140 korn/bandarísk gallon)
Silíkonstyrkur: að lágmarki 100 ppm og að hámarki 275 ppm 
3.000 klukkustundir eða 1 ár  Íblöndunarefni fyrir kælivökva við fyrstu áfyllingu og íblöndunarefni fyrir kælivökva á viðhaldstíma 
(1) Nýir kælivökvar 50 prósent þynntir. Kælivökva sem hafa verið forþynntir hjá framleiðanda þarf að þynna með vatni sem uppfyllir kröfur sem fram koma í Reagent 4 "ASTM D1193".
(2) Haldið kælivökva á kerfi innan uppgefinna marka.
(3) Þegar vísað er til vinnustunda skal nota það tímabil sem kemur fyrst. Þessum tímum á milli skipta á kælivökva er aðeins hægt að ná með 2. stigs kælivökvagreiningu S·O·S þjónustu.

Tafla 8
Sértækar kröfur 
Cat C7-C32 skipsvélar með varmaskiptum  Þörf er á 30% glýkóli að lágmarki. Mælt er með 50% glýkóli. EKKI má nota vatn eitt og sér eða vatn með íblöndunarefni fyrir kælivökva eða með efnahemli sem eykur endingu. 
Cat-dísilvélar sem búnar eru loftmillikæli (ATAAC) 


TILKYNNING

Notið eingöngu samþykkt íblöndunarefni fyrir kælivökva og efni sem eykur endingu

Hefðbundnir kælivökvar krefjast viðhalds með íblöndunarefni fyrir kælivökva eins lengi og áætlað er að kælivökvarnir endist. EKKI nota íblöndunarefni fyrir kælivökva nema það sé sérstaklega samþykkt af söluaðila kælivökvans. Það er á ábyrgð framleiðanda kælivökvans að tryggja samhæfi og viðunandi virkni.

Til að tryggja rétta virkni kælivökva þarf að blanda efni sem eykur endingu saman við EC-1 kælivökva þegar viðhald fer fram um miðjan endingartíma kælivökvans. Notið EKKI efni sem eykur endingu með kælivökva nema það hafi verið sérstaklega samþykkt af framleiðanda kælivökvans. Það er á ábyrgð framleiðanda kælivökvans að tryggja samhæfi og viðunandi virkni.

Sé ekki farið eftir þessum tilmælum gæti það stytt endingu íhluta í kælikerfinu.


Cat ELC má endurnýta með hefðbundnum kælivökvum.

Nánari upplýsingar er að finna í Special Publication, SEBU6251, "Cat Commercial Diesel Engine Fluids Recommendations - Sérriti með ráðleggingum um almenna vökva á dísilvélar".

Kælivökvagreining S·O·S þjónustu

Það er mikilvægt að mæla styrk kælivökvans til að tryggja að vélin sé varin gegn holumyndun og tæringu að innan. Greiningin prófar einnig hæfni kælivökvans til að koma í veg fyrir að sjóði á vélinni og að frjósi á henni. S·O·S greiningu á kælivökva er hægt að framkvæma hjá söluaðila Cat. Cat S·O·S greining á kælivökva er besta leiðin til að fylgjast með ástandi kælivökvans og kælikerfisins. S·O·S kælivökvagreiningin er ferli sem byggir á reglulegum sýnatökum.

Tafla 9
Ráðlögð skiptatíðni 
Gerð kælivökva  Stig 1  Stig 2 
Cat DEAC
Hefðbundnir þolmiklir kælivökvar 
Með 250 klukkustunda millibili  Árlega(1) 
Cat ELC
Cat ELI
Almennir EC-1 kælivökvar 
Valkostur  Árlega(1) 
(1) Framkvæma skal 2. stigs kælivökvagreiningu fyrr ef grunur leikur á um vandamál eða vandamál kemur í ljós.

Athugið Athugið SCA (íbætiefni kælivökva) í hefðbundnum kælivökva við hver olíuskipti eða á 250 stunda fresti. Framkvæmið þessa athugun á því bili sem kemur fyrr.

Kælivökvagreining S·O·S þjónustu (stig 1)

Kælivökvagreining (stig 1) er könnun á eiginleikum kælivökvans.

Eftirfarandi eiginleikar eru prófaðir:

  • Glýkólmagn fyrir frostvörn og suðuvörn

  • Geta til að verjast sliti og tæringu

  • pH

  • Leiðni

  • Útlitsgreining

  • Lyktargreining

Niðurstöður eru tilkynntar og viðeigandi ráðleggingar gefnar.

Kælivökvagreining S·O·S þjónustu (stig 2)

Kælivökvagreining (stig 2) er yfirgripsmikil efnafræðileg greining á kælivökvanum. Þessi greining er einnig athugun á almennu ástandi á kælikerfinu innanverðu.

S·O·S kælivökvagreining (stig 2) inniheldur eftirtalin atriði:

  • Kælivökvagreining (stig 1)

  • Greiningu á orsökum málmtæringar og mengunar

  • Greiningu á uppsöfnun óhreininda sem valda tæringu

  • Greiningu á uppsöfnun óhreininda sem valda hrúðurmyndun

  • Ákvörðun um möguleika á rafgreiningu innan kælikerfis vélarinnar

Niðurstöður eru tilkynntar og viðeigandi ráðleggingar gefnar.

Frekari upplýsingar um S·O·S kælivökvagreiningu fást hjá söluaðila Cat.

Feiti

Ef velja þarf eina gerð af feiti skal ávallt velja feiti sem uppfyllir eða fer fram úr tilmælum fyrir kröfuhörðustu notkun. Munið að líklegt er að vörur sem naumlega uppfylla lágmarkskröfur um virkni skili aðeins lágmarksendingu hluta. Þegar aðeins er hugað að verði þegar ódýrasta feiti er keypt er það ekki sparnaður í raun. Notið í staðinn feiti sem gefur lægstan rekstrarkostnað í heild. Reikna skal kostnað með greiningu sem tekur til kostnaðar vegna varahluta, vinnu, tíma sem vinnuvélin er ekki í notkun og kostnaðar vegna feiti sem þarf að nota.

Nánari upplýsingar er að finna í Special Publication, SEBU6251, "Cat Commercial Diesel Engine Fluids Recommendations - Sérriti með ráðleggingum um almenna vökva á dísilvélar".

Caterpillar Information System:

C7 Marine Engine Refill Capacities
C15 and C18 Petroleum Generator Sets Coolant Extender (ELC) - Add
Procedure for Replacement Grouser Bars {0679, 4172, 4173, 7950} Procedure for Replacement Grouser Bars {0679, 4172, 4173, 7950}
CX31 On-Highway Transmission Transmission Planetary - Assemble
CX31 On-Highway Transmission Transmission Planetary - Disassemble
C7 Marine Engine Coolant (ELC) - Change
C7 Marine Engine Coolant (DEAC) - Change
C7 Marine Engine Product Description
2011/01/06 A New Exhaust Plug Is Used on Certain C18 Engines {1058, 1061}
320 VH and VM Variable Gauge Undercarriage Travel Motor - Assemble
C-12 Engine Grounding Stud - Inspect/Clean/Tighten
C-12 Engine Compression Brake - Inspect/Adjust/Replace
C7 Marine Engine Engine Air Cleaner Element (Single Element) - Inspect/Clean/Replace
C7 Marine Engine Engine Speed/Timing Sensor - Clean/Inspect
349F and 352F Excavators Machine System Specifications Swing Gear and Bearing
Equipment and Tools for Undercarriage Rebuilding and Reconditioning Stations {0729, 4150} Equipment and Tools for Undercarriage Rebuilding and Reconditioning Stations {0729, 4150}
336F MHPU Mobile Hydraulic Power Unit Machine System Specifications Air Cleaner - Mounting
Procedures to Salvage Thrust Faces on Planetary Carriers {3160, 4050, 4051, 4093} Procedures to Salvage Thrust Faces on Planetary Carriers {3160, 4050, 4051, 4093}
A New Aftercooler Is Used on Certain C9 Marine Engines {1063} A New Aftercooler Is Used on Certain C9 Marine Engines {1063}
Troubleshooting the Hydraulic Electronic Unit Injection (HEUI) Fuel System On C7 and C9 Engines{1250} Troubleshooting the Hydraulic Electronic Unit Injection (HEUI) Fuel System On C7 and C9 Engines{1250}
C7 Marine Engine Injector Bolt Torque - Inspect
3508C, 3512C and 3516C Locomotive Engines Engine Oil Lines
Replacing the Fuel Injection Pump on Certain C9.3 Engines {1251, 1290} Replacing the Fuel Injection Pump on Certain C9.3 Engines {1251, 1290}
3516C Locomotive Engines Flywheel Housing - Remove
Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.