C7 Marine Engine Caterpillar


Product Description

Usage:

C7 C7B
Cat C7 skipsaflvélin er með eftirfarandi eiginleika:

  • Fjóra strokka

  • Beina eldsneytisinnspýtingu

  • Vökvaknúna rafræna innspýtingu

  • Forþjöppu

  • Millikæli með ferskvatni/sjó

Tæknilýsing aflvélar

Athugið Framhluti aflvélarinnar er gegnt kasthjólshluta aflvélarinnar. Vinstri og hægri hluti aflvélarinnar eru ákvarðaðir út frá kasthjólshlutanum. Strokkur númer 1 er fremri strokkurinn.



Skýringarmynd 1g00574598
Staðsetning strokka og ventla
(A) Útblástursloki
(B) Sogventill

Tafla 1
Tæknilýsing C7 skipsaflvélar 
Uppsetning og strokkar  6 strokkar í röð 
Borvídd  110 mm (4.3 inch) 
Slaglengd  127 mm (5.0 inch) 
Loftinnsog  Forþjappa með eftirkælingu 
Slagrými  7.2 L (440 in3) 
Kveikiröð  1-5-3-6-2-4 
Snúningur (kasthjólshluti)  Rangsælis 
Þrýstihlutfall  14.5:1 (afkastamikil aflvél)
16:1 (hefðbundin aflvél) 

Eiginleikar rafeindastýrðrar aflvélar

Cat C7 skipsaflvélar eru hannaðar fyrir rafeindastýringu. Innbyggð tölva stýrir vinnslu aflvélarinnar. Fylgst með vinnsluskilyrðum. Stjórntölvan stýrir viðbrögðum aflvélarinnar við þessum skilyrðum og skipunum frá stjórnanda. Stjórntölvan notar skilyrðin og skipanir frá stjórnanda til að stýra nákvæmlega innspýtingu eldsneytis. Rafstýring aflvélarinnar býður upp á eftirtalin atriði:

  • Eftirlit með aflvél

  • Snúningshraðastjórnun

  • Sjálfvirka stýringu á hlutfalli lofts og eldsneytis

  • Mótun aukningar á snúningsvægi

  • Stjórnun á innsprautunartíðni

  • Kerfisgreining

Nánari upplýsingar um eiginleika rafeindastýrðrar aflvélar er að finna í notkunar- og viðhaldshandbókinni, "Eiginleikar og stjórntæki aflvélar" (notkunarkaflanum).

Vökvastýrðir rafrænir sambyggðir eldsneytislokar

Vökvaknúnir rafrænir sambyggðir eldsneytislokar (HEUI) sinna eftirfarandi aðgerðum: dælingu eldsneytis, eldsneytismælingu og tímastillingu innspýtingar.

Rafstýrða stjórneiningin stjórnar sambyggðu eldsneytislokunum og notar kambásstöðuna og snúningshraðamerkin frá hraða-/tímaskynjurum aflvélarinnar og skynjara inntaksloftþrýstings. Nafnhraði vélarinnar í snúningum/mín. er sýndur á plötunni með upplýsingum um aflvélina.

Greiningartæki aflvélar

Aflvélin er með innbyggðan greiningarbúnað til að tryggja að allir íhlutir virki rétt. Greinist frávik í frá forrituðum mörkum fær stjórnandi vinnuvélarinnar viðvörun um ástandið með "GREININGARLJÓSI". Við tilteknar aðstæður kunna hestöfl aflvélarinnar og siglingahraði skips að vera takmörkuð. Hægt er að nota rafræna Caterpillar-þjónustuverkfærið til að birta greiningarkóðann.

Greiningarkóðar eru skráðir og vistaðir í stjórntölvunni. Frekari upplýsingar eru í notkunar- og viðhaldshandbókinni, "Greiningartæki aflvélar" (notkunarkafla).

Snúningshraðastjórnun aflvélar

Stjórntölvan er með rafrænan gangráð sem stjórnar eiginleikum innspýtingar eldsneytis til að viðhalda æskilegum snúningshraða aflvélarinnar. Hlutverk rafstýrða gangráðsins er svipað og vélræna Caterpillar-gangráðsins fyrir utan að rafstýrði gangráðurinn býður upp á fleiri eiginleika.

Kæling og smurning aflvélar

Kælikerfið samanstendur af eftirfarandi íhlutum:

  • Miðflóttaaflsdælu sem er drifin áfram af reimum

  • Vatnshitastilli sem stjórnar hitastigi kælivökva aflvélarinnar

  • Olíukæli

  • Aukavatnsdæla

  • Millikæli með ferskvatni/sjó

  • Varmaskiptir

Smurolían sem notuð er á aflvélina er kæld. Smurolía aflvélarinnar er einnig síuð. Hjáveitulokar sjá fyrir ótakmörkuðu flæði smurolíu til íhluta aflvélarinnar við eftirtalin skilyrði:

  • Mikil seigja olíu

  • Stíflaður olíukælir eða stíflaðar olíusíur (pappírshylki)

Gírkassar í skip

Nokkrir framleiðendur gíra í skip bjóða upp á gírkassa í skip í gegnum staðbundna dreifingaraðila. Hægt er að kæla smurolíu með gírolíukæli sem festur er á aflvélina (fyrir aflvélar af tilteknu afli).

Ending aflvélar

Afköst aflvélar og hámarksnýting á virkni aflvélar eru háð því að farið sé eftir tilmælum um rétta notkun og viðhald. Auk þess skal nota það eldsneyti, kælivökva og smurefni sem mælt er með. Hafið notkunar- og viðhaldshandbókina til hliðsjónar fyrir nauðsynlegt viðhald á aflvélinni.

Yfirleitt má áætla endingu aflvélarinnar út frá því meðalafli sem nota þarf. Reikna má út það meðalafl sem nota þarf út frá eldsneytisnotkun aflvélarinnar í tiltekinn tíma. Færri vinnustundir við fulla inngjöf og/eða vinna við lægri inngjafarstillingar skilar sér í minni aflþörf að meðaltali. Færri vinnustundir lengja tímann sem nota má vélina áður en endurbyggja þarf aflvélina. Frekari upplýsingar eru í notkunar- og viðhaldshandbók, "Athugunarefni varðandi endurbyggingu" (viðhaldshluti).

Caterpillar Information System:

2011/01/06 A New Exhaust Plug Is Used on Certain C18 Engines {1058, 1061}
320 VH and VM Variable Gauge Undercarriage Travel Motor - Assemble
C-12 Engine Grounding Stud - Inspect/Clean/Tighten
C-12 Engine Compression Brake - Inspect/Adjust/Replace
2011/01/20 A New Valve Bridge Is Available for Certain Machines {1121}
2011/01/06 A New Valve Bridge Is Available for Certain Commercial Engines {1121}
320 VH and VM Variable Gauge Undercarriage Travel Motor - Disassemble
312E, 312F, 313F, 316E, 316F, 318E, 318F, 320E, 320F, 323E, 323F, 324E, 325F, 326F, 329E, 329F, 330F, 335F, 336E, 336F, 340F, 349E, 349F, 352F, 374F and 390F Excavators and 336E MHPU and 349E MHPU Mobile Hydraulic Power Units Air Conditioning and Hea Air Conditioning E45 - Air Inlet Damper Error
C9 On-highway Engines Severe Service Application
Welding Wire and Flux {0679, 4150, 7950} Welding Wire and Flux {0679, 4150, 7950}
C9 On-highway Engines Fluid Recommendations
Carrier Roller Oil Fill Volume {4154} Carrier Roller Oil Fill Volume {4154}
C7 Marine Engine Coolant (DEAC) - Change
C7 Marine Engine Coolant (ELC) - Change
CX31 On-Highway Transmission Transmission Planetary - Disassemble
CX31 On-Highway Transmission Transmission Planetary - Assemble
Procedure for Replacement Grouser Bars {0679, 4172, 4173, 7950} Procedure for Replacement Grouser Bars {0679, 4172, 4173, 7950}
C15 and C18 Petroleum Generator Sets Coolant Extender (ELC) - Add
C7 Marine Engine Refill Capacities
3508B, 3508C, 3512B, 3512C, 3516B and and 3516C Marine Engines Fluid Recommendations
C7 Marine Engine Engine Air Cleaner Element (Single Element) - Inspect/Clean/Replace
C7 Marine Engine Engine Speed/Timing Sensor - Clean/Inspect
349F and 352F Excavators Machine System Specifications Swing Gear and Bearing
Equipment and Tools for Undercarriage Rebuilding and Reconditioning Stations {0729, 4150} Equipment and Tools for Undercarriage Rebuilding and Reconditioning Stations {0729, 4150}
Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.