D8R and D8T Track-Type Tractors Caterpillar


Safety Messages

Usage:

D8R DWJ


Skýringarmynd 1g06289072


Skýringarmynd 2g06289078


Skýringarmynd 3g06289083

Margar sértækar öryggismerkingar eru á þessari vinnuvél. Nákvæma staðsetningu hættunnar og lýsingu á hættunni er að finna í þessum kafla. Kynnið ykkur vel allar öryggismerkingar.

Gætið þess að öll öryggismerki séu læsileg. Hreinsið öryggismerkin eða skiptið um öryggismerki, ef ekki er hægt að lesa orðin. Skiptið um skýringamyndir sem sjást ekki vel. Þegar öryggismerki eru hreinsuð á að nota tusku, vatn og sápu. Ekki nota leysiefni, bensín eða önnur sterk efni til að hreinsa öryggismerkin. Leysiefni, bensín eða önnur sterk efni gætu losað límið sem festir öryggismerkin. Laus líming gerir það að verkum að öryggismerkið dettur af.

Setjið ný öryggismerki í stað þeirra sem eru skemmd eða vantar. Ef öryggismerki er á hlut sem verið er að skipta út á að setja öryggismerki á nýja hlutinn. Ný öryggismerki fást hjá hvaða Caterpillar-umboði sem er.

Ekki sprauta eter (1)

Öryggismerking (1) er á vélarhlífinni við forhreinsara lofts fyrir aflvélina.



Skýringarmynd 4g01372254

------ VIÐVÖRUN! ------

Sprengihætta! Stjórnlaus úðun á eter inn í loftinntakið getur valdið sprengingu eða eldi sem getur valdið persónulegum meiðslum eða dauða. Lesið og fylgið aðferðum við gangsetningu í Notkunar- og viðhaldshandbók.


Heitur vökvi undir þrýstingi (2)

Öryggismerking (2) er undir hleranum að vatnskassalokinu.



Skýringarmynd 5g01371640

------ VIÐVÖRUN! ------

Kerfi undir þrýstingi! Heitur kælivökvi getur valdið alvarlegum bruna, meiðslum eða dauða. Til að opna lok á áfyllingu kælivatns, stöðvið vélina og bíðið þar til kælikerfi hefur kólnað. Losið vatnskassalokið varlega til að losa um þrýsting í kælikerfinu. Lesið og skiljið leiðbeiningar í Notkunar- og viðhaldshandbók áður en viðhald á kælikerfi er framkvæmt.


Öryggisbelti (3)

Öryggismerking (3) er á stoð stýrishússins, fyrir stýringu mismunadrifs.



Skýringarmynd 6g01370908

------ VIÐVÖRUN! ------

Ávallt skal nota öryggisbelti þegar vélin er við vinnu til að koma í veg fyrir meiðsl eða dauða ef slys verður eða vélin skyldi velta skyndilega. Vanhöld á því að nota öryggisbelti þegar vélin er í notkun getur valdið meiðslum eða dauða.


Hætta á raflosti (4)

Öryggismerking (4) er innan á öryggjaspjaldinu.



Skýringarmynd 7g01372247

------ VIÐVÖRUN! ------

AÐVÖRUN! Hætta á höggi/raflosti! Lesið og skiljið viðvaranir og leiðbeiningar í Notkunar- og viðhaldshandbólkinni. Ef ekki er farið eftir þessum leiðbeiningum og viðvörunum gæti það valdið meiðslum eða dauða.


Sjá notkunar- og viðhaldshandbók, "Öryggi og útsláttarrofar – skipti/endurstilling".

Háþrýstihylki (5)

Öryggismerking (5) er hægra megin ofan á lokahlífarplötu undir stýrishúsinu.



Skýringarmynd 8g01371642

------ VIÐVÖRUN! ------

Meisl eða dauði geta hlotist af feiti undir þrýstingi.

Feiti sem kemur út um losunarventil undir þrýstingi getur komist inn í líkamann og orsakað meiðsl eða dauða.

Ekki horfa á losunarventilinn til að athuga hvort hann lekur feiti. Horfið á beltið eða beltistjakkinn til að sjá hvort slaknað hefur á beltinu.

Losið losunurventilinn aðeins um einn snúning.

Ef ekki slaknar á beltinu, lokið losunarventlinum og hafið samband við Caterpillar umboðið.


Þrýstigeymir (6)

Öryggismerking (6) er á þrýstigeymisstrokknum hægra megin við vökvalokasamstæðuna undir stýrishúsinu.



Skýringarmynd 9g01040496

------ VIÐVÖRUN! ------

Háþrýstihylki

Hröð afhleðsla við aftengingu eða sundurtekt getur valdið persónulegum meiðslum eða dauða. Hafið samráð við Caterpillar umboðið varðandi tól og leiðbeiningar um losun þrýstings eða hleðslu. Hlaðið aðeins með þurru köfnunarefni.


Háþrýstigeymir (7)

Öryggismerking (7) er innan á hlíf beggja bakslagsgormahólfa.



Skýringarmynd 10g01371642

------ VIÐVÖRUN! ------

Meisl eða dauði geta hlotist af feiti undir þrýstingi.

Feiti sem kemur út um losunarventil undir þrýstingi getur komist inn í líkamann og orsakað meiðsl eða dauða.

Ekki horfa á losunarventilinn til að athuga hvort hann lekur feiti. Horfið á beltið eða beltistjakkinn til að sjá hvort slaknað hefur á beltinu.

Losið losunurventilinn aðeins um einn snúning.

Ef ekki slaknar á beltinu, lokið losunarventlinum og hafið samband við Caterpillar umboðið.


Frekari upplýsingar er að finna í notkunar- og viðhaldshandbók, "Belti – skoðun/stilling".

Samþjappaður bakslagsgormur (8)

Öryggismerking (8) er innan á hlífunum yfir stýringum beltakeflisgrindanna.



Skýringarmynd 11g01078108

------ VIÐVÖRUN! ------

Persónuleg meiðsl eða dauði getur hlotist af ef samanþjappaður bakslagsgormur er losaður með rangri aðferð.

Bakslagsgormur sem er enn samanþjappaður getur orðið til þess að gormur getur losnað óvænt með miklu afli og valdið alvarlegum meiðslum eða dauða.

Tryggið að réttri aðferð sé beitt við sundurtekt, ef fremri grind er með sprungu í grunn málmi eða suðutengingu (eða rörahluti hefur brotnað af grindinni) þegar bakslagsgormur er enn í pressu.

Sjá Special Instruction , SMHS8273 sem inniheldur aðferð við sundurtekt sem verður að nota til að draga úr hættu á meiðslum við þjónustu.


Samþjappaður bakslagsgormur (9)

Öryggismerking (9) er innan í báðum beltakeflisgrindunum.



Skýringarmynd 12g01108669

------ VIÐVÖRUN! ------

Persónuleg meiðsl eða dauði getur hlotist af ef samanþjappaður bakslagsgormur er losaður með rangri aðferð.

Bakslagsgormur sem er enn samanþjappaður getur orðið til þess að gormur getur losnað óvænt með miklu afli og valdið alvarlegum meiðslum eða dauða.

Tryggið að réttri aðferð sé beitt við sundurtekt, ef fremri grind er með sprungu í grunn málmi eða suðutengingu (eða rörahluti hefur brotnað af grindinni) þegar bakslagsgormur er enn í pressu.

Sjá Special Instruction , SMHS8273 sem inniheldur aðferð við sundurtekt sem verður að nota til að draga úr hættu á meiðslum við þjónustu.


Rangar tengingar fyrir startkapla (10)

Öryggismerking (10) er í rafgeymishólfinu.



Skýringarmynd 13g01370909

------ VIÐVÖRUN! ------

Sprengihætta! Rangar tengingar startkapla geta orsakað sprengingu sem valdið getur meiðslum. Raðtengdir rafgeymar geta verið hvor í sínu hólfi. Sjá Notkunar og viðhaldshandbók varðandi rétta notkun startkapla.


Sjá Notkunar- og ViðhaldshandbókGangsetning vélar með startköplum, " ".

Notkun bönnuð (11)

Öryggismerking (11) er á stýrishúsinu, undir glugga á vinstri hlið.



Skýringarmynd 14g01055734

------ VIÐVÖRUN! ------

Ekki nota eða vinna með þessum tækjum nema þú hafir lesið og skilið leiðbeiningar og viðvaranir í Notkunar- og viðhaldshandbókinni. Ef ekki er farið eftir þessum leiðbeiningum og viðvörunum gæti það valdið meiðslum eða dauða. HAFIÐ SAMBAND VIÐ UMBOÐSAÐILA CATERPILLAR EF ENDURNÝJA ÞARF HANDBÆKUR. Rétt notkun er á þína ábyrgð.


Product Link (12) (ef það er til staðar)

Öryggismerki (12) er staðsett á hægri hlið stýrishússins, á aftari burðarbita.



Skýringarmynd 15g01108685

------ VIÐVÖRUN! ------

Þessi vinnuvél er búin Caterpillar Product Link-fjarskiptabúnaði sem ætti að afvirkja á eða nálægt sprengisvæðum, í samræmi við viðeigandi lög. Misbrestur á því getur valdið truflun við sprengiaðgerðir og leitt til alvarlegra meiðsla eða dauða.


Sjá Sérstök fyrirmæli, REHS1642, "Notkun Product Link kerfisins" til að fá viðbótarupplýsingar.

Fallhætta (13) (ef til staðar)

Öryggismerking (13) er aftan á Accugrade-gálganum, í augnhæð.



Skýringarmynd 16g01108716

------ VIÐVÖRUN! ------

Til að hindra hugsanleg persónuleg meiðsl við uppsetningu og losun á lasermóttökurum, látið mastrið síga í lágmarkshæð og notið samþykktan aðgangsbúnað til að komast að festistöðum lasermóttakara efst á mastrinu. Ekki klifra upp á tönnina.


Ekki sjóða í veltigrindina (14)

Öryggismerking (14) er utan á stýrishúsinu, ofarlega.



Skýringarmynd 17g01955348

------ VIÐVÖRUN! ------

Skemmdir á burðarvirki, velta, endurbætur, breytingar, eða óviðeigandi viðgerð getur dregið úr verndunaráhrifum og þar með ógilt vottunina. Ekki sjóða í grindina eða bora á hana göt. Hafið samband við umboðsaðila Caterpillar til að fá upplýsingar um hvað megi gera án þess að ógilda öryggisvottunina.


Þessi vél er vottuð samkvæmt þeim stöðlum sem fram koma á vottunarplötunni. Heildarþungi vélar, með ökumanni og tengitækjum án hleðslu, má ekki að fara yfir þungann sem er tilgreindur á vottunarplötunni.

Notkun bönnuð (15)

Öryggismerking (15) er á hægri hlið grindar dráttarspilsins.



Skýringarmynd 18g01055734

------ VIÐVÖRUN! ------

Ekki nota eða vinna með þessum tækjum nema þú hafir lesið og skilið leiðbeiningar og viðvaranir í Notkunar- og viðhaldshandbókinni. Ef ekki er farið eftir þessum leiðbeiningum og viðvörunum gæti það valdið meiðslum eða dauða. HAFIÐ SAMBAND VIÐ UMBOÐSAÐILA CATERPILLAR EF ENDURNÝJA ÞARF HANDBÆKUR. Rétt notkun er á þína ábyrgð.


Caterpillar Information System:

D8R and D8T Track-Type Tractors Stopping the Machine
D11R Track-Type Tractor C32 Engine Retrofit Supplement Belt - Inspect/Replace
D8R and D8T Track-Type Tractors Tracks
D8R and D8T Track-Type Tractors Engine and Machine Warm-Up
D11R Track-Type Tractor C32 Engine Retrofit Supplement Lifting and Tying Down the Machine
Machine Security System (MSS3i) Integrated Normal Operation
D8R and D8T Track-Type Tractors Engine Starting
D11R Track-Type Tractor C32 Engine Retrofit Supplement Capacities (Refill)
D8R and D8T Track-Type Tractors Backup Alarm
D6N Track-Type Tractor Engine Supplement Belt Tensioner - Remove and Install
980L Wheel Loader Engine Oil and Filter - Change
980M and 982M Wheel Loaders Engine Oil Sample - Obtain
D8R and D8T Track-Type Tractors Additional Messages
D8R and D8T Track-Type Tractors Specifications
D8R and D8T Track-Type Tractors Plate Locations and Film Locations
D11R Track-Type Tractor C32 Engine Retrofit Supplement Breaker Relief Valve (Expansion Tank) - Replace - If Equipped
D11R Track-Type Tractor C32 Engine Retrofit Supplement Cooler Cores and A/C Condenser - Clean
D11R Track-Type Tractor C32 Engine Retrofit Supplement Cooling System Coolant (ELC) - Change
VIMS Application Module for Payload Now Available for Certain Underground Articulated Trucks {7610, 7620} VIMS Application Module for Payload Now Available for Certain Underground Articulated Trucks {7610, 7620}
D8R and D8T Track-Type Tractors Mirror - If Equipped
980L Wheel Loader Fuel System Primary Filter (Water Separator) - Drain
D6N Track-Type Tractor Engine Supplement Cooling System Package (Radiator, Aftercooler, Oil Cooler) - Remove and Install
3516E Engine for 994K Wheel Loaders Cooling Fan Speed - Test
D11R Track-Type Tractor C32 Engine Retrofit Supplement Cooling System Coolant Extender (ELC) - Add
Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.