SE50 V and SE50VT Asphalt Screeds Caterpillar


Paving by the Numbers

Usage:

SE50 VT B86
Tilgangur þessara upplýsinga er að fara yfir þau skref sem fara þarf í gegnum við upphaf allra malbikunarverka.

Skref 1

Í skrefi 1 eru hitarar réttskeiðarinnar ræstir.

Ef réttskeiðin er köld þarf að hita hana upp áður en malbikun hefst til að koma í veg fyrir að malbikið festist við réttskeiðarplötuna.

Fjögur hitarasvæði eru á réttskeiðum með framlengingum. Eitt hitarasvæði er á hvorum framlengingararmi og tvö hitarasvæði á aðalréttskeiðinni.



Skýringarmynd 1g03368638

Ýtið á valmyndarhnappinn fyrir upphitun réttskeiðarinnar til að opna valmyndina fyrir upphitun réttskeiðarinnar.



Skýringarmynd 2g03368647
(1) Aflhnappur fyrir upphitun réttskeiðar
(2) Stillipunktur hitastigs
(3) Stillingahnappur fyrir upphitun réttskeiðar
(4) Hitarasvæði réttskeiðar

Ýtið á aflhnapp upphitunar réttskeiðar (1) til að kveikja á kerfinu.

Ef breyta á stillipunkti hitastigs (2) þarf að ýta á stillingahnapp upphitunar réttskeiðar (3) til að opna hitastigsstillingarnar.

Þegar straumi hefur verið hleypt á element verður viðeigandi hitarasvæði réttskeiðar (4) grátt.

Þegar réttskeiðin hefur náð völdum stillipunkti hitastigs verður hitarasvæði réttskeiðarinnar grænt.

Þegar öll hitarasvæði réttskeiðarinnar eru orðin græn er hægt að hefja malbikun.

Skref 2



Skýringarmynd 3g03710271

Í skrefi 2 eru dráttarpunktarnir miðjaðir.

Þegar búið er að hita réttskeiðina upp þarf að miðja dráttarpunktana á hvorri hlið.

Þegar sléttun og halli eru sjálfvirk eru leiðréttingar á þykkt malbiksins gerðar með tilfærslu á dráttarpunkti. Mikilvægt er að miðja dráttarpunktinn fyrir jafna yfirferð í báðar áttir.

Skref 3

Í skrefi 3 er æskileg breidd malbiks stillt.



Skýringarmynd 4g03785554
Mælir fyrir breidd malbikunar

Færið framlengingararmana út í tilgreinda breidd malbiksins með réttskeiðina í hífðri stöðu. Á hvorum framlengingararmi er kvarði sem sýnir hversu langt hann hefur gengið út frá réttskeiðinni.

Rétt verklag við malbikun krefst þess að framlengingararmarnir séu í jafnvægi þannig að sama álag hvíli á hvorum framlengingararmi. Færið framlengingararma vinstra megin og hægra megin jafnlangt út. Ef til dæmis þarf að lengja réttskeiðina um tvo metra er hún lengd um einn metra á hvorri hlið.

Skref 4

Í skrefi 4 er króna aðalréttskeiðarinnar stillt eftir forskriftum viðkomandi verks.



Skýringarmynd 5g03785556
Krónukvarði

Notið krónukvarðann á miðri réttskeiðinni til að stilla krónuna. Fyrir notkun kvarðans þarf að tryggja að hann sé rétt kvarðaður við réttskeiðina.



Skýringarmynd 6g03785558

Ef meira en 2% krónu er bætt á réttskeið þarf að lækka miðjupallshólkinn til að halda snertingu við brautirnar.

Skref 5

Í skrefi 5 er hæð framlengingararmanna stillt.



Skýringarmynd 7g03785560
Hæðarmælir framlengingararms

Stilla þarf hæð framlengingararmanna þannig að hún samsvari hæð á framhluta réttskeiðarinnar. Engin för eiga að sjást í malbikinu þegar hæð framlengingararms er rétt stillt.

Réttskeiðar eru við eðlilegar kringumstæður keyrðar með 6.3 mm (0.25 inch) horni frá fremri brún niður að aftari brún. Af þeim sökum þarf að stilla hæð framlengingararms 6.3 mm (0.25 inch) upp fyrir núll á kvarðanum á réttskeið með framlengingarörmum að aftan. Stillið hæðina fyrir bæði vinstri og hægri framlengingararma.

Auk þess þarf að ganga úr skugga um að hæðarvísarnir hafi verið kvarðaðir við framlengingararmana.

Skref 6

Í skrefi 6 eru upphafsborð sett undir réttskeiðina.



Skýringarmynd 8g02175642

Veljið upphafsborð sem passa við þykkt malbiksins og þjöppuhlutfall. Yfirleitt þjappast malbik um 6.3 mm (0.25 inch) fyrir hverja tommu af þykkt þess. Ef markmiðið er til dæmis að enda með 50.8 mm (2 inch) þjappað malbik skal nota 63.4 mm (2.5 inch) þykk upphafsborð.

Notið tvö borð. Setjið borðin þannig undir réttskeiðina að þau styðji bæði við aðalréttskeiðina og framlengingararmana, frá framhluta að afturhluta. Hefðbundin lengd er frá 0.9 m (3 ft) til 1.2 m (4 ft).



Skýringarmynd 9g03369233
Flothnappur réttskeiðar

Þegar borðin eru komin á sinn stað er flothnappurinn notaður til að láta réttskeiðina síga ofan á þau. Ekki taka réttskeiðina úr flotstillingu; ljósið hjá flothnappi réttskeiðarinnar á að vera kveikt.



Skýringarmynd 10g03710271

Takið slakann af dráttarpunktinum. Akið vinnuvélinni áfram þar til dráttararmurinn snertir umgjörð dráttarpunktsins.

Skref 7

Í skrefi 7 eru þykktarboltarnir stilltir.



Skýringarmynd 11g03785565
Þykktarbolti á SE50 VT


Skýringarmynd 12g03796619
Þykktarbolti á SE50 V

Stilla þarf þykktarboltana á báðum hliðum réttskeiðarinnar til að ná réttu horni á réttskeiðina. Þegar verið er að leggja allt að 15 cm (6 inch) þykkt malbik þarf að stilla báða bolta þannig að vísirinn sé á núlli á þykktarkvarðanum. Þegar þykktarboltarnir hafa verið stilltir á núll og hæð dráttarpunktsins er um 4 cm (1.57 inch) yfir þykkt malbiksins er horn réttskeiðarinnar um það bil 10 mm. Við lagningu malbiks sem er á milli 15 cm (6 inch) og 30 cm (12 inch) skal stilla skrúfurnar þannig að vísirinn fari lengra inn á plúshluta kvarðans. Þegar stilling þykktarboltanna er aukin stækkar horn réttskeiðarinnar. Þykktarboltinn þarf að vera nærri hámarksstillingu þegar verið er að leggja 20 cm (8 inch) þykkt malbik eða þykkara.

Frekari upplýsingar er að finna í notkunar- og viðhaldshandbók, "Stilling þykktarbolta".

Skref 8

Í skrefi 8 eru endarnir stilltir af.



Skýringarmynd 13g03366431
Endi

Endar beggja vegna réttskeiðarinnar halda efni í réttri breidd. Endarnir renna eftir yfirborði undirlagsins. Fyrst þarf að láta endana síga niður á undirlagið.



Skýringarmynd 14g03368731

Því næst er stöngin (5) notuð til að hífa upp hólkana. Ef réttskeiðin er búin vélknúnum endum skal nota fjarstýringuna til að hífa hólkana. Notið hreyfiliðana til að mynda 25 mm (1 inch) gormaþrýsting (6).

Skref 9

Í skrefi 9 er hæð snigilsins stillt.



Skýringarmynd 15g02494996
Hæð snigils

Hæð sniglanna út frá dýpt óþjappaðs malbiks hefur áhrif á áferð malbiksins.

Ef sniglarnir eru of lágir verður malbikið gisið og hætta er á skilum. Ef sniglarnir eru of hátt stilltir verður mötun efnis líklega of mikil sem veldur því að réttskeiðin gengur upp. Mismunandi blöndur bregðast á misjafnan hátt við hæðarstillingu snigla en almenna reglan er sú að stilla hæð snigils minnst 5 cm (2 inch) fyrir ofan yfirborð óþjappaðs malbiks.

Ef blandan er mjög gróf eða mjög fín skal fínstilla hæð snigilsins eftir að malbikun hefst.

Skref 10

Í skrefi 10 eru mataraskynjararnir stilltir af.



Skýringarmynd 16g02176081
(7) Lágmarksfjarlægð: 304.8 mm (12 inch)
(8) Hámarksfjarlægð: 762 mm (30 inch)

Hljóðmataraskynjararnir eiga að vera stilltir hornrétt á efnisstreymið og 30.5 cm (12 inch) til 76 cm (30 inch) frá efninu.

Skref 11

Í skrefi 11 eru stjórntæki matarakerfisins stillt.



Skýringarmynd 17g03368109
Hæðarskífa blöndu

Eftir að mataraskynjararnir hafa verið stilltir af skal stilla hæðarprósentu efnis á um það bil 55%.



Skýringarmynd 18g03369200

Stillið hlutfallsstýringuna (9) á 30%.

Hægt er að fínstilla stjórntæki matarakerfisins þegar malbikun er hafin.

Skref 12

Í skrefi 12 er fyllt á snigilhólfið framan á réttskeiðinni þar til það er hálffullt.



Skýringarmynd 19g03369217

Einnig er hægt að nota hnappa fyrir handvirka hnekkingu (10) á stjórnborðum til að flytja efni með færiböndum og sniglum alveg út að enda sniglanna.

Markmiðið er jöfn fylling beggja snigilhólfanna. Notið einn færibandsrofa í einu til að flytja efni þar til efnið er farið að snerta snigilskaftið.



Skýringarmynd 20g03369229

Notið þá handvirka snigilhnappinn (11) til að flytja efnið út í enda réttskeiðarinnar. Mötun efnis er rétt stillt þegar efnið hylur sniglana til hálfs.

Fyllið alltaf á snigilhólfin í handvirkri stillingu og gætið þess að yfirfylla þau ekki.

Yfirfylling snigilhólfs veldur ójöfnu þegar verið er að byrja á þverstæðum samskeytum.



Skýringarmynd 21g02176100

Ekki þvinga efni út í endana, slíkt getur valdið yfirfyllingu hólfsins. Þess í stað skal færa efnið út til endanna með skóflu.

Ekki fylla í svæðið við réttskeiðina og beint fyrir framan framlengingararminn. Sjálfkrafa er fyllt í þetta svæði þegar malbikunarvélin byrjar að vinna.

Þegar búið er að fylla snigilhólfið nákvæmlega til hálfs skal stilla sniglana og færiböndin á sjálfvirka stillingu.

Skref 13

Í skrefi 13 er tekið af stað frá upphafspunkti.

Hefjið vinnu með hraðastjórnunarskífuna stillta á núll. Gangið úr skugga um að gírstöngin sé í malbikunarstillingu (PAVE), inngjöfin stillt á hraðan lausagang, stöðuhemlar hafi verið teknir af og inngjafarstöngin sé í fremstu stöðu.

Snúið því næst hraðastjórnunarskífunni réttsælis þar til áætluðum malbikunarhraða er náð.

Starfsfólk við réttskeið þarf að fylgjast með stöðu efnis við ytri enda snigilskaftanna til að ganga úr skugga um að þau séu hulin til hálfs.

Aðskildar efnishæðarskífur á stjórnkössum réttskeiðarinnar eru notaðar til að stilla af hæð efnis við ytri endana.

Um leið og malbikunarvélin nær hraða ætti stjórnandinn að kanna svæðið í miðju snigilhólfinu. Markmiðið er að halda hæð blöndunnar uppi á hálfu snigilskaftinu.

Notið aðskildar matarahlutfallsstýringar vinstra og hægra megin til að stilla hæð blöndunnar í miðjunni.

Um leið og malbikunarvinnan er komin í jafnvægi skal stjórnandinn kanna snúningshraða sniglanna. Sniglarnir ættu að snúast á jöfnum hraða, innan 20–40 sn./mín.

Stjórnandi vinnuvélar snýr hlutfallsstýringarskífunum réttsælis til að hægja á sniglunum. Við þetta er blanda flutt hraðar í snigilhólfið. Snúið hlutfallsstýringarskífunum rangsælis til að auka snúningshraða sniglanna.

Fyrst af öllu skal þó forðast óreglulega vinnslu sniglanna eða endurteknar stöðvanir. Slík vinnsla getur valdið skilum í malbikinu og ójafnri áferð.



Skýringarmynd 22g02176932
Framlengingar að aftan sem skilja ekki eftir sig för í malbikinu

Þegar jafnvægi hefur verið náð á milli malbikunarhraða og vinnslu matarakerfisins þarf að fylgjast með förum á milli aðalréttskeiðarinnar og framlengingararmanna.

Ef hæð réttskeiðarinnar, horn hennar og halli eru rétt ætti áferð malbiksins að vera samfelld og engar langsum línur í því.



Skýringarmynd 23g02176940
Framlengingar að aftan með of lágt stillta framlengingararma

Ef framlengingararmurinn er stilltur of lágt myndast skiptingarfar samhliða innri brún framlengingararmsins. Malbikið kemur þynnra undan framlengingararmi réttskeiðarinnar.

Notið hæðarrofann eða handvirku hæðarstýringuna til að hífa framlengingararminn þar til farið hverfur.



Skýringarmynd 24g02176953
Framlengingar að aftan með of hátt stillta framlengingararma

Ef framlengingararmur er stilltur of hátt myndast skiptingarfar samhliða ytri brún aðalréttskeiðarinnar. Malbikið kemur þykkara undan framlengingararminum.

Notið hæðarrofann eða handvirku hæðarstýringuna til að slaka framlengingararminum þar til farið hverfur.

Annað sem huga þarf að

Einn mikilvægasti þátturinn á bak við slétta malbikun er að tryggja jafnan malbikunarhraða.

Alla jafna er hægt að stilla malbikunarvélina á að skila sléttu malbiki á þeim hraða sem hentar fyrir flutningsgetu efnis á vinnusvæðið. Mikilvægast er að tryggja jafnan hraða.

Ef miklar breytingar verða á malbikunarhraðanum gengur réttskeiðin annaðhvort upp eða niður sem aftur hefur áhrif á hversu slétt malbikið er.

Auk þess valda breytingar á malbikunarhraða þörf á breyttri stillingu matarakerfisins. Af þeim sökum þarf að stilla stjórntæki matarakerfisins í samræmi við nýjar efnisþarfir.

Alltaf skal fylgja grundvallarreglum um uppsetningu malbikunarvélarinnar og tryggja jafna vinnslu til að tryggja gæði malbikunarinnar.

Caterpillar Information System:

SE50 V and SE50VT Asphalt Screeds Thickness Control Screw Adjustment
SE50 V and SE50VT Asphalt Screeds Plate Locations and Film Locations
SE50 V and SE50VT Asphalt Screeds Specifications
239D and 249D Compact Track Loaders and 226D and 232D Skid Steer Loaders Machine Systems Cab - Tilt
SE50 V and SE50VT Asphalt Screeds Additional Messages
2015/03/02 New Exhaust Bracket and Strap are Now Used On Certain 777G Off-Highway Trucks {1061}
Fast Fuel Fill - Low Pressure System for Certain Machines General Information
2015/01/16 Cat® Reman Announces the Availability of Remanufactured Engines for Certain Electric Power Generation Applications {1000}
SE60 V Asphalt Screed Machine System Machine Preparation for Troubleshooting
735C, 745C and 740C EJECTOR Articulated Truck Systems Battery and Wiring Group
745 and 740 GC & 740 EJECTOR Articulated Truck Systems Radiator - Shroud
Instructions for Installing Hydraulic Fluid Monitoring on Certain 24M Motor Graders{0113, 1439, 5095} Instructions for Installing Hydraulic Fluid Monitoring on Certain 24M Motor Graders{0113, 1439, 5095}
M318F, M320F and M322F Wheeled Excavators Hydraulic System Piston Pump (Medium Pressure, Pilot Pressure)
816K Landfill Compactor Additional Messages
745 and 740 GC & 740 EJECTOR Articulated Truck Systems Ejector Manifold
735C, 745C and 740C EJECTOR Articulated Truck Systems Main Control Valve
C7.1 Engines Data Link Configuration Status - Test
745 and 740 GC & 740 EJECTOR Articulated Truck Systems Planetary Carrier (Output Transfer Gear)
C7.1 Engines DEF Control Module Power - Test
2015/01/19 A Procedure To Replace the Adapter Group on Certain 795F AC and 795F AC XQ Off-Highway Trucks is Available {4456}
794 AC Off-Highway Truck Engine Supplement Hood - Remove and Install
SE50 V and SE50VT Asphalt Screeds Fuses - Replace
816K Landfill Compactor Battery Disconnect Switch
SE50 V and SE50VT Asphalt Screeds Screed - Lubricate
Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.