SE50 V and SE50VT Asphalt Screeds Caterpillar


Specifications

Usage:

SE50 VT B86

Notkun

Réttskeið er tengibúnaður á malbikunarvél. Malbikunarvél er oftast notuð við vegavinnu. Malbikunarréttskeiðin er alla jafna notuð til að leggja malbik. Malbikunarréttskeiðin skilar frá sér malbikslagi með fyrsta stigs áferð, sniði og þéttni. Réttskeiðin er búin hitunarkerfi til að tryggja að hitastig hennar sé jafnt og hitastig malbiksblöndunnar. Hitunareiningin kemur í veg fyrir að malbikið festist við réttskeiðarplötuna.

SE50-malbikunarréttskeiðina er hægt að nota við margskonar malbikunarvinnu. Réttskeiðin er m.a. notuð við malbikun vega, innkeyrslna, bílastæða, gatna í þéttbýli, þjóðvega, hraðbrauta og flugbrauta. Matarakerfi malbikunarvélarinnar sér um að flytja malbiksblönduna í réttskeiðina. Færiböndin flytja malbiksblönduna að sniglunum sem dreifa henni svo jafnt yfir réttskeiðina. Réttskeiðin mótar blönduna eftir ákveðnum forskriftum fyrir mál og þéttni um leið og hún tryggir að malbikunarlagið sé slétt. Hitunareiningar hita plötuna undir réttskeiðinni upp í sama hita og malbiksblönduna til að koma í veg fyrir að blandan festist við réttskeiðina. Hægt er að stilla réttskeiðina eftir þörfum hvers og eins viðskiptavinar.

Tilgreindur endingartími eða væntanlegur endingartími

Tilgreindur endingartími vinnuvélarinnar, sem er skilgreindur sem heildarfjöldi ára í notkun, eða væntanlegur endingartími, sem er skilgreindur sem heildarfjöldi vinnustunda, fer eftir ýmsum þáttum, þ.m.t. áhuga eigandans á að endurbyggja hana í samræmi við verksmiðjustillingar. Leitið ráða hjá söluaðila Cat varðandi útreikning á heildarkostnaði við eign og rekstur sem nauðsynlegur er til að ákvarða tilgreindan eða væntanlegan endingartíma vinnuvélarinnar. Eftirfarandi atriði eru nauðsynleg til að ná fram rekstrarhagkvæmum tilgreindum eða væntanlegum endingartíma vinnuvélarinnar:

  • Framkvæmið fyrirbyggjandi viðhaldsaðgerðir reglulega eins og lýst er í notkunar- og viðhaldshandbókinni.

  • Skoðið vinnuvélina eins og lýst er í notkunar- og viðhaldshandbókinni og lagfærið öll vandamál sem finnast.

  • Prófið kerfi eins og lýst er í notkunar- og viðhaldshandbókinni og lagfærið öll vandamál sem finnast.

  • Tryggið að notkunarskilyrði vinnuvélarinnar samræmist ráðleggingum Caterpillar.

  • Gangið úr skugga um að notkunarþyngdin fari ekki yfir mörkin sem framleiðandi setur.

  • Tryggið að allar sprungur sem finnast á grind séu skoðaðar og lagaðar til að koma í veg fyrir frekari skemmdir.

Mál

Tafla 1
SE50 VT-malbikunarréttskeið(1) 
Þyngd  3600 kg (7937 lb) 
Breidd réttskeiðar án enda(2)  2550 mm (100.4 inch) 
Breidd réttskeiðar með endum(2)(3)  2756 mm (108.5 inch) 
Hámarksbreidd réttskeiðar án enda(4)  5000 mm (196.9 inch) 
Hámarksbreidd réttskeiðar með endum(3)(4)  5206 mm (205.0 inch) 
(1) Allar forskriftir eru námundaðar.
(2) Þessi mál eru mæld með réttskeiðina í LOKAÐRI stöðu.
(3) Búin hefðbundnum endum. Endar sem hægt er að leggja saman eru aukabúnaður sem getur aukið breiddina þegar endarnir eru ekki lagðir saman fyrir flutning.
(4) Þessi mál eru mæld með réttskeiðina í OPINNI stöðu.

Tafla 2
SE50 V-malbikunarréttskeið(1) 
Þyngd  3300 kg (7275 lb) 
Breidd réttskeiðar án enda(2)  2550 mm (100.4 inch) 
Breidd réttskeiðar með endum(2)(3)  2756 mm (108.5 inch) 
Hámarksbreidd réttskeiðar án enda(4)  5000 mm (196.9 inch) 
Hámarksbreidd réttskeiðar með endum(3)(4)  5206 mm (205.0 inch) 
(1) Allar forskriftir eru námundaðar.
(2) Þessi mál eru mæld með réttskeiðina í LOKAÐRI stöðu.
(3) Búin hefðbundnum endum. Endar sem hægt er að leggja saman eru aukabúnaður sem getur aukið breiddina þegar endarnir eru ekki lagðir saman fyrir flutning.
(4) Þessi mál eru mæld með réttskeiðina í OPINNI stöðu.

Takmarkanir

  • Ekki nota réttskeiðina í umhverfi þar sem sprengifimar lofttegundir eru til staðar.

  • Eingöngu má nota réttskeiðina með rétt verkfæri og hlífar uppsett.

  • Réttskeiðin er ekki ætluð til notkunar neðanjarðar.

Hitasvið við notkun

Staðalútfærsla réttskeiðarinnar er ætluð til notkunar í umhverfishita frá −40 °C (−40 °F) til 50 °C (122 °F). Sérstakar útfærslur fyrir annan umhverfishita eru í boði. Frekari upplýsingar um sérstakar útfærslur réttskeiðarinnar fást hjá söluaðila Caterpillar.

Caterpillar Information System:

239D and 249D Compact Track Loaders and 226D and 232D Skid Steer Loaders Machine Systems Cab - Tilt
SE50 V and SE50VT Asphalt Screeds Additional Messages
2015/03/02 New Exhaust Bracket and Strap are Now Used On Certain 777G Off-Highway Trucks {1061}
Fast Fuel Fill - Low Pressure System for Certain Machines General Information
2015/01/16 Cat® Reman Announces the Availability of Remanufactured Engines for Certain Electric Power Generation Applications {1000}
SE60 V Asphalt Screed Machine System Machine Preparation for Troubleshooting
735C, 745C and 740C EJECTOR Articulated Truck Systems Battery and Wiring Group
745 and 740 GC & 740 EJECTOR Articulated Truck Systems Radiator - Shroud
Instructions for Installing Hydraulic Fluid Monitoring on Certain 24M Motor Graders{0113, 1439, 5095} Instructions for Installing Hydraulic Fluid Monitoring on Certain 24M Motor Graders{0113, 1439, 5095}
735C, 745C and 740C EJECTOR Articulated Truck Systems Radiator
730,735 and 730 EJECTOR Articulated Truck Systems Gear Motor (Hydraulic Fan)
SE50 V and SE50VT Asphalt Screeds Safety Messages
SE50 V and SE50VT Asphalt Screeds Plate Locations and Film Locations
SE50 V and SE50VT Asphalt Screeds Thickness Control Screw Adjustment
SE50 V and SE50VT Asphalt Screeds Paving by the Numbers
M318F, M320F and M322F Wheeled Excavators Hydraulic System Piston Pump (Medium Pressure, Pilot Pressure)
816K Landfill Compactor Additional Messages
745 and 740 GC & 740 EJECTOR Articulated Truck Systems Ejector Manifold
735C, 745C and 740C EJECTOR Articulated Truck Systems Main Control Valve
C7.1 Engines Data Link Configuration Status - Test
745 and 740 GC & 740 EJECTOR Articulated Truck Systems Planetary Carrier (Output Transfer Gear)
C7.1 Engines DEF Control Module Power - Test
2015/01/19 A Procedure To Replace the Adapter Group on Certain 795F AC and 795F AC XQ Off-Highway Trucks is Available {4456}
794 AC Off-Highway Truck Engine Supplement Hood - Remove and Install
Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.