3126E and 3126B Commercial and Truck Engines Caterpillar


Fuel System - Prime

Usage:

3126B 1AJ

------ VIÐVÖRUN! ------

Eldsneyti sem lekur eða slettist á heita fleti eða rafmagnshluti getur valdið eldsvoða. Til að koma í veg fyrir hugsanlegt líkamstjón, snúið svissinum á OFF þegar skipt er um eldsneytissíur eða síu í vatnsskilju. Hreinsið strax upp eldsneyti sem fer til spillis.



TILKYNNING

Gæta skal að því að óhreinindi komist ekki í eldsneytiskerfi. Hreinsa skal vandlega svæðið umhverfis þá hluta kerfisins sem aftengja skal. Koma skal viðeigandi ábreiðslu/loki yfir þá hluta eldsneytiskerfis sem aftengdir eru.


Dæla þarf eldsneyti inn á eldsneytiskerfið til að fylla eldsneytissíuna. Dæla þarf eldsneyti inn á eldsneytiskerfið til að tappa lofti af því. Dæla þarf eldsneyti handvirkt inn á kerfið við eftirfarandi aðstæður:

  • Eldsneyti er að klárast

  • Geymsla

  • Skipt um eldsneytissíu

Aflvélar sem eru búnar forgjafardælu eldsneytis


TILKYNNING

Ekki losa eldsneytislagnir við eldsneytisgrein. Tengingar geta skemmst og/eða þrýstingur gæti fallið þegar eldsneytislagnir eru losaðar.


  1. Opnið og beitið forgjafardælu eldsneytis þar til vart verður við mikinn þrýsting. Draga verður bulluna talsvert langt út til að þetta gerist. Læsið forgjafardælunni.


    TILKYNNING

    Ekki starta vélinni í meira en 30 sekúndur í senn. Leyfið startaranum að kólna í tvær mínútur áður en vélinni er startað aftur.


  2. Gangsetjið aflvélina. Ef aflvélin höktir skal láta hana ganga áfram í hægum lausagangi. Aukið ekki við snúning aflvélarinnar úr hægum lausagangi fyrr en hún gengur mjúklega.

  3. Ef aflvélin fer ekki í gang skal opna forgjafardælu eldsneytis og endurtaka skref 1 og 2 til að gangsetja aflvélina.

Aflvélar sem ekki eru búnar forgjafardælu eldsneytis

Ef aflvélin er ekki búin forgjafardælu eldsneytis er hægt að nota eftirfarandi aðferðir til að dæla eldsneyti inn á eldsneytiskerfið. Þessar aðferðir bjóða eingöngu upp á dælingu síaðs eldsneytis inn á eldsneytiskerfið.

Eldsneytissíusæti með tappa


TILKYNNING

Gæta skal að því að óhreinindi komist ekki í eldsneytiskerfi. Hreinsa skal vandlega svæðið umhverfis þá hluta kerfisins sem aftengja skal. Koma skal viðeigandi ábreiðslu/loki yfir þá hluta eldsneytiskerfis sem aftengdir eru.




Skýringarmynd 1g01076450
(1) Tappi
(2) Eldsneytissía

  1. Takið tappann (1) út til að fylla eldsneytissíuna (2). Gangið úr skugga um að loft komist út hjá tengi tappans á meðan eldsneyti er hellt á. Hreinsið tafarlaust upp eldsneyti sem hefur lekið niður. Hreinsið tappa (1). Komið tappa (1) fyrir.


    TILKYNNING

    Ekki starta vélinni í meira en 30 sekúndur í senn. Leyfið startaranum að kólna í tvær mínútur áður en vélinni er startað aftur.


  2. Ræsið aflvélina og látið hana ganga í hægum lausagangi. Aukið ekki við snúning aflvélarinnar úr hægum lausagangi fyrr en hún gengur mjúklega.

Eldsneytissíusæti án tappa


TILKYNNING

Ekki starta vélinni í meira en 30 sekúndur í senn. Leyfið startaranum að kólna í tvær mínútur áður en vélinni er startað aftur.


  1. Keyrið startarann. Við það eru eldsneytissían og eldsneytisleiðslurnar fylltar með eldsneyti.

  2. Látið aflvélina ganga í hægum lausagangi eftir að hún fer í gang. Aukið ekki við snúning aflvélarinnar úr hægum lausagangi fyrr en hún gengur mjúklega.

Caterpillar Information System:

Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.