3500 Generator Sets Caterpillar


Engine Oil Level - Check

Usage:

3512B 4AW
Nákvæmasta mælingin á olíuhæð næst þegar drepið hefur verið á aflvélinni. Sinnið þessu viðhaldi á eins sléttu yfirborði og auðið er.


Skýringarmynd 1g00736608
(1) Olíuáfyllingarlok
(2) Olíuhæðarmælir


Skýringarmynd 2g00736607
(3) Hliðin "ENGINE STOPPED" (vélarstöðvun). (4) Hliðin "LOW IDLE" (hægur lausagangur). (5) Merkið "ADD" (bæta á). (6) Merkið "FULL" (fullur).

  1. Gangið úr skugga um að olíumælirinn (2) sitji tryggilega.

    1. Fjarlægið olíumælinn (2) ef drepið hefur verið á vélinni. Skoðið olíuhæðina á hliðinni "ENGINE STOPPED" (vélarstöðvun) (3). Olíuhæðin verður að vera á milli merkjanna "ADD" (bæta á) (5) og "FULL" (fullur) (6).

    2. Ef aflvélin er í gangi skal hægja á snúningshraðanum niður í hægan lausagang. Fjarlægið olíumælinn (2) og skoðið olíuhæðina á hliðinni "LOW IDLE" (hægur lausagangur) (4). Olíuhæðin verður að vera á milli merkjanna "ADD" (bæta á) (5) og "FULL" (fullur) (6).


    TILKYNNING

    Notkun á vélinni þegar olíuhæð er fyrir ofan kvarðann "FULL (FULLUR)" getur valdið því að sveifarásinn fer ofan í olíuna. Ef sveifarásinn fer ofan í olíuna myndast loftbólur sem draga úr smurningshæfni olíunnar og við það getur vélin misst afl.


  2. Ef með þarf skal fjarlægja olíuáfyllingarlokið (1) og bæta á. Frekari upplýsingar um rétta olíutegund eru í notkunar- og viðhaldshandbók, "Rúmtak áfyllingar og tilmæli" í viðhaldskaflanum. Ekki fylla sveifarhúsið upp fyrir merkið "FULL" (fullur) (6). Hreinsið olíuáfyllingarlokið. Setjið áfyllingartappann á.
Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.