323F SA and 323F LN Excavator Caterpillar


Engine Oil and Filter - Change

Usage:

323F SA FA2

Aðferð við að skipta um vélarolíu og síu

------ VIÐVÖRUN! ------

Heit olía og heitir vélarhlutar geta valdið meiðslum. Ekki láta heita olíu eða heita vélarhluta komast í snertingu við húð.


Athugið Ef brennisteinsinnihald eldsneytiskerfisins er meira en 1,5% af þyngd skal nota olíu sem er með 30 í TBN og stytta tíma milli olíuskipta um helming.

Athugið Tappið af sveifarhúsinu af á meðan olían er heit. Þannig skolast aðskotahlutir út með olíunni. Þegar olían kólnar setjast aðskotahlutirnir á botn sveifarhússins. Aðskotahlutirnir skolast þá ekki út með olíunni og dreifast þess í stað um smurkerfi vélarinnar með nýju olíunni.



Skýringarmynd 1g06018391

Aftöppunarlokinn fyrir olíu sveifarhússins er aftan á efri hluta þess.

  1. Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu. Drepið á aflvélinni.

    Athugið Sjá Notkunar og viðhaldshandbók, "Almennar upplýsingar um áhættur" varðandi upplýsingar um vökvaleka.



    Skýringarmynd 2g03886606

  2. Opnið fyrir aftöppunarloka sveifarhúss (1). Látið olíuna leka í hentugt ílát.

    Athugið Fargið ávallt affallsvökvum í samræmi við reglur á hverjum stað.

  3. Skrúfið fyrir afrennslislokann.

  4. Opnið aðgangshurðina hægra megin á vinnuvélinni.


    Skýringarmynd 3g02157804

  5. Losið aftöppunarloka (2) og látið olíuna renna úr olíuhúsinu.

  6. Herðið lokann þegar olían hefur verið fjarlægð.


    Skýringarmynd 4g03886609

  7. Fjarlægið olíusíuhúsið. Sjá Notkunar- og viðhaldshandbók, "Olíusía - skoðun". Fargið notaðri síu í samræmi við reglur á hverjum stað.


    Skýringarmynd 5g02157806

  8. Fjarlægið síuna úr síuhúsinu.

  9. Hreinsið síuhúsið og síuhússætið.

  10. Setjið nýja síu í síuhúsið.

  11. Berið þunnt lag af vélarolíu á pakkningu síunnar.

  12. Notið hendurnar til að setja olíusíuna í þar til síuhúsið snertið sætið.

  13. Lokið dyrunum.

  14. Afkrækið vélarhlífina og lyftið henni.


    Skýringarmynd 6g02240935

  15. Fjarlægið áfyllingartappann. Hellið nýrri olíu á sveifarhúsið. Sjá notkunar- og viðhaldshandbókina, "Rúmtak (Áfyllingar)". Hreinsið olíuáfyllingartappann og setjið hann á sinn stað.


    TILKYNNING

    Ekki setja of lítið eða of mikið af olíu á vélina. Hvort um sig getur valdið vélarskemmdum.


  16. Gangsetjið aflvélina og bíðið þar til olían hefur hitnað. Leitið eftir leka í vélinni. Drepið á aflvélinni.


    Skýringarmynd 7g02153764

  17. Bíðið í 30 mínútur til að leyfa olíunni að leka niður í pönnuna á sveifarhúsinu. Kannið olíuhæð með kvarðanum. Hafið olíuhæð á milli merkjanna "L" og "H" á kvarðanum. Ef með þarf skal bæta á.

  18. Lokið vélarhlífinni og krækið henni aftur.

Flýtiáfylling

Ef vinnuvélin er búin deluxe-þjónustustöð er hægt að tæma olíuna í gegnum flýtiáfyllingargáttina. Einnig má bæta olíu á um flýtiáfyllingargáttina.



Skýringarmynd 8g02240936

  1. Opnið aðgangshurðina hægra megin á vinnuvélinni.

  2. Fjarlægið rykhlífina.

  3. Tengið slöngu með 126-7539 stút.

    Athugið Gangið úr skugga um að stúturinn og innstungan séu hrein áður en þau eru tengd.

  4. Tappið olíu af eða bætið á, eftir þörfum.

  5. Setjið rykhlífina á.

Caterpillar Information System:

2015/09/11 Cat® Reman Announces Engine, Short Block, and Long Block Options for Cat Electric Power Applications {1000}
Some Reman Water Pumps for Some 3606 Engines May Leak Oil{1361} Some Reman Water Pumps for Some 3606 Engines May Leak Oil{1361}
New Software Is Used on Certain C18 Marine Engines {1920} New Software Is Used on Certain C18 Marine Engines {1920}
Installation Of Operator ID System on Cat® and Non-Cat Products {7600, 7610, 7620} Installation Of Operator ID System on Cat® and Non-Cat Products {7600, 7610, 7620}
EMCP 4.4 Supervisory Control Panel Generator Loading
C13 and C15 Engines for Combat and Tactical Vehicles Customer Specified Parameters Worksheet
C13 and C15 Engines for Combat and Tactical Vehicles Customer Specified Parameters Table
C13 and C15 Engines for Combat and Tactical Vehicles Customer Specified Parameters
390F Excavator DEF Manifold Filters - Replace
C13 and C15 Engines for Combat and Tactical Vehicles 0231-14 Transmission Data Link Derate
C13 and C15 Engines for Combat and Tactical Vehicles Retarder (Compression Brake) Solenoid Circuit - Test
C13 and C15 Engines for Combat and Tactical Vehicles Intake Valve Actuator Response - Test
C1.7 and C2.2 Industrial Engines Belts - Inspect/Adjust
323F SA and 323F LN Excavator Hydraulic System Oil Filter (Case Drain) - Replace
323F SA and 323F LN Excavator Hydraulic System Oil Filter (Pilot) - Replace
C280-12 Marine Engine Engine Oil - Change
C1.7 and C2.2 Industrial Engines High Pressure Fuel Lines
323F SA and 323F LN Excavator Hydraulic System Oil Level - Check
323F SA and 323F LN Excavator Hydraulic System Oil Filter (Return) - Replace
C1.7 and C2.2 Industrial Engines After Starting Engine
EMCP4.2B Utility Circuit Breaker Status Warning
C1.7 and C2.2 Industrial Engines Engine Operation
3516B Generator Set Engines with Dynamic Gas Blending Turbocharger Turbine Temperature Is High
2015/09/23 A New Head Gasket Is Used On Certain Truck Engines {1100}
Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.