C12 Marine Engines Caterpillar


Gauges and Indicators

Usage:

C-12 9HP
Hugsanlega er aflvélin ekki búin sömu mælum eða öllum þeim mælum sem lýst er.

Mælar gefa til kynna afköst vélar. Gangið úr skugga um að mælar séu í góðu lagi. Ákvarðið venjulegt vinnusvið er með því að fylgjast með mælunum í einhvern tíma. Merkjanlegar breytingar á aflestri mæla benda til mögulegra vandkvæða í mæli eða aflvél. Breytingar á aflestri mæla geta einnig gefið vandamál til kynna þótt aflesturinn sé innan tilsettra marka. Komist að orsök allra verulegra breytinga á mælum og leitið úrbóta. Fáðu aðstoð hjá umboðsaðila Caterpillar.


TILKYNNING

Ef enginn olíuþrýstingur er gefinn til kynna skal STÖÐVA aflvélina. Ef hitastig kælivökva fer yfir hámarkið skal STÖÐVA aflvélina. Vélin getur skemmst.


Hiti kælivökva á vél - Þessi mælir sýnir hitastig kælivökva aflvélarinnar. Hitastigið getur verið breytilegt eftir álaginu. Ekki leyfa hitastiginu að fara yfir hitastig suðumarks í kælikerfi undir þrýstingi.

Setjið skynjara hitastigs kælivökva alveg á kaf til að uppgötva hitastigið rétt. Ef aflvélin gengur yfir eðlilegu hitasviði skal framkvæma eftirfarandi aðgerðir:

  1. Dragið úr álagi og/eða snúningshraða aflvélarinnar.

  2. Horfið eftir leka í kælikerfinu.

  3. Ákvarðið hvort stöðva þarf aflvélina strax eða hvort hægt er að kæla hana með því að draga úr álaginu og/eða snúningshraðanum.

Vélarálag - Þessi mælir gefur til kynna prósentuhlutfall af fullu uppgefnu snúningsvægi. Útreikningur prósentunnar byggist á þessum þáttum: flæði eldsneytis, snúningshraða aflvélar, orkuinnihaldi eldsneytis og leiðréttingarstuðli eldsneytis. Þessi mælir blikkar ef snúningsvægið fer yfir hámarksmörk sem eru forrituð í áætlun stýringar.

Smurolíuþrýstingur - Olíuþrýstingurinn á að vera hæstur þegar köld aflvélin er gangsett. Þrýstingurinn minnkar eftir því sem hún aflvélin hitnar. Þrýstingurinn eykst eftir því sem snúningshraði aflvélarinnar eykst. Þrýstingurinn nær jafnvægi þegar snúningshraði aflvélarinnar er stöðugur.

Lægri olíuþrýstingur er eðlilegur í hægum lausagangi. Gerið eftirfarandi ef álagið er jafnt og aflestur mæla breytist:

  1. Léttið álaginu af.

  2. Minnkið snúningshraða aflvélar niður í hægan lausagang.

  3. Skoðið olíuhæðina og viðhaldið henni.

Olíuhiti aflvélar - Þessi mælir sýnir hitastig smurolíunnar eftir að olían hefur farið í gegnum olíukælinn. Olíukælirinn er hitastýrður.

Hitastig útblásturs - Þessi mælir gefur til kynna hitastig útblásturs við inntök útblásturs í forþjöppurnar. Þessi tvö hitastig útblásturs geta verið lítillega mismunandi.

Hitastig útblásturs við inntök útblásturslofts í forþjöppurnar gefur góða vísbendingu um afköst aflvélarinnar. Fyrir aflvélar með þurrum útblástursgreinum er hitastigið dæmigert fyrir raunverulegt hitastig á ventlunum. Skoðið þessa breytu oft.


TILKYNNING

Alvarlegar skemmdir geta orðið á aflvélinni ef útblásturshiti við inntök á forþjöppunni er meiri en ítrustu mörk.


Eldsneytisstaða - Þessi mælir gefur til kynna hæð eldsneytis í eldsneytisgeymi. Venjulega sýnir mælir eldsneytisstöðu aðeins eldsneytishæð þegar rofinn er í stöðu Á.

Eldsneytisþrýstingur - Þessi mælir sýnir eldsneytisþrýsting til innspýtingardælu frá eldsneytissíu. Lækkaður eldsneytisþrýstingur er yfirleitt merki um óhreina eða stíflaða eldsneytissíu. Eftir því sem eldsneytissían stíflast mun draga á merkjanlegan hátt úr afköstum aflvélarinnar.

Hitastig eldsneytis - Þessi mælir sýnir hitastig eldsneytis. Hátt hitastig eldsneytis getur haft neikvæð áhrif á afköst. Eldsneytissían getur byrjað að stíflast ef hitastig eldsneytis er of lágt. Nánari upplýsingar er að finna í þessari notkunar- og viðhaldshandbók, "Eldsneyti og áhrif frá köldu veðri".

Eldsneytisnotkun - Þessi mælir sýnir hlutfall eldsneytisnotkunar.

Loftþrýstingur soggreinar - Þessi mælir sýnir loftþrýsting (aukaþrýsting forþjöppu) í loftinntaki soggreinar fyrir aftan eftirkælinn. Loftþrýstingur soggreinar fer eftir afköstum aflvélarinnar, álagi hennar og vinnuskilyrðum. Til að ákvarða eðlilegan loftþrýsting í soggrein, berið saman gögnin úr mælinum við gögnin frá því að aflvélin ar tekin í notkun og leitið að þróun.

Lofthiti í soggrein - Þessi mælir gefur til kynna hitastig lofts í soggrein á eftir eftirkæli. Þar sem hitastig inntakslofts eykst koma eftirfarandi skilyrði fram: útþennsla lofts, minna súrefni í strokkunum og minna afl. Ef hitastig inntakslofts er of hátt við fullan hraða og álag í notkun kann aflvélin að nota of mikið eldsneyti.

Vinnustundamælir - Þessi mælir gefur til kynna heildarfjölda vinnustunda aflvélar.

Spenna kerfis - Þessi mælir sýnir spennu í rafkerfinu.

Snúningshraðamælir - Þessi mælir sýnir snúningshraða aflvélarinnar (rpm). Þegar stjórnstöng eldsneytisgjafar er færð í fulla inngjöf án álags gengur aflvélin á háum lausagangshraða. Aflvélin gengur á snúningshraða fulls álags þegar stjórnstöng eldsneytisgjafar er í fullri inngjöf með hámarksálag.


TILKYNNING

Til að koma í veg fyrir skemmdir á aflvélinni skal aldrei fara yfir hraðan lausagang. Yfirsnúningur getur valdið alvarlegum skemmdum á aflvélinni. Hægt að láta aflvélina ganga á háum lausagangshraða án þess að skemmast, en aldrei ætti að láta hana fara umfram háan lausagangshraða.


AthugiĆ° Á upplýsingaplötunni eru skráðir snúningshraði í hröðum lausagangi og snúningshraði við fullt álag.

Þrýstingur gírolíu - Þessi mælir gefur til kynna olíuþrýsting í gírkassa í skipi. Mælingin fer eftir hitastigi olíunnar og magn olíunnar sem fer í gegnum smurkerfið fyrir gírkassa í skipi.

Hitastig gírolíu - Þessi mælir gefur til kynna hitastig olíu sem er í gírkassa í skipi. Mælingin fer eftir hitastigi vatns og magni vatns sem dælt er um olíukælinn fyrir gírkassa í skipi.

Sjá eftirfarandi tilföng varðandi frekari upplýsingar.

  • Troubleshooting Guide, SENR5002, "Troubleshooting for Marine Engine Electronic Displays (Villuleit fyrir rafeindaskjái skipsaflvélar)"

  • Application and Installation Guide, LEGM0001, "Marine Engine Electronic Displays Installation Guide (Uppsetningarleiðbeiningar rafeindaskjái skipsaflvélar)"

Caterpillar Information System:

C9 Marine Auxiliary and Marine Generator Set Engines Sensors and Electrical Connectors
Oxidation Catalyst Converter for Stationary Engines and Non-Road Mobile Engines {1091} Oxidation Catalyst Converter for Stationary Engines and Non-Road Mobile Engines {1091}
SPP101 Skid Mounted Pumper Refill Capacities
General Welding Procedures {0679, 7000} General Welding Procedures {0679, 7000}
2003/12/01 Special Instruction for Testing Oil Coolers {1378}
C-15 Petroleum Engine Flywheel Housing
2003/12/01 New Seal for the Ignition Transformer Tube {1561}
C1.5 and C2.2 Marine Generator Set Engines Crankshaft Rear Seal - Install
2004/07/01 Procedure for Cylinder Head Bolt Tightening {1100}
3126E Truck Engines Refill Capacities and Recommendations
C-15 Petroleum Engine Exhaust Manifold
C1.5 and C2.2 Marine Generator Set Engines Water Temperature Regulator - Remove and Install
C9 Marine Auxiliary and Marine Generator Set Engines System Configuration Parameters
2003/12/01 A New Oil Filler Tube and New Oil Filler Cap Are Now Available {1316}
2003/12/01 A New Oil Filler Tube and New Oil Filler Cap are Now Available {1316}
C32 Marine Engine Coolant Temperature Sensor
3612 and 3616 Engines Piston and Rings - Three Ring Piston
2005/10/31 Improved Pistons Are Used for Certain 3600 and C280 Engines {1214, 1216}
C-10 Petroleum Engine Cylinder Head Valves
C-10 Petroleum Engine Cylinder Liner
C-10 Petroleum Engine Connecting Rod Bearing Journal
C-10 Petroleum Engine Connecting Rod
C-10 Petroleum Engine Piston and Rings
C32 Marine Engine Cylinder Liner Projection - Inspect
Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.