C7 Marine Engine Caterpillar


Product Storage

Usage:

C7 C7B
Ef aflvélin er ekki gangsett í nokkrar vikur rennur smurolían af strokkveggjunum og stimpilhringjunum. Ryð getur myndast á strokkveggjunum, sem eykur slit á aflvélinni og styttir endingu hennar.

Fylgið eftirfarandi leiðbeiningum til að draga úr sliti á aflvélinni:

  • Fylgið öllum þeim ráðleggingum um smurningu sem koma fram í þessari notkunar- og viðhaldshandbók, "Viðhaldsáætlun" í viðhaldskafla.

  • Kannið kælikerfið til að tryggja nægilega vörn gegn frosti ef búist er við hitastigi undir frostmarki. Frekari upplýsingar eru í Special Publication, SEBU6251, "Caterpillar Commercial Diesel Engine Fluids Recommendations" (sérrit með ráðleggingum um almennan vökva á dísilvélar frá Caterpillar).

Gæta þarf sérstakrar varúðar við eftirfarandi aðstæður:

  • Aflvélin er ekki í gangi.

  • Ekki er áætlað að nota aflvélina.

Geymsla - Lengur en 7 daga og minna en 30 daga

Caterpillar mælir með því að halda hitastigi aflvélarinnar að minnsta kosti 5° C (9° F) fyrir ofan umhverfishita til að koma í veg fyrir tæringu. Viðeigandi er að nota vatnskápuhitara.

Geymsla - Lengur en 30 daga og minna en 1 ár

Ef geyma þarf vélina í meira en ár skal hafa samband við söluaðila Caterpillar til að fá upplýsingar um rétta geymsluaðferð fyrir viðkomandi tilvik.

Nánari upplýsingar um geymslu aflvéla er að finna í Special Instruction, SEHS9031 - sérstakar leiðbeiningar.

Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.